Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 39

Réttur - 01.01.1983, Page 39
/ s Al-hringurinn arðrænir Island Á land vort aftur að verða nýlenda erlendra einokunarherra? Alusuisse, — eins og svissneski aluminiumhringurinn kallar sig, — er einn af 150 stærstu auðhringum heims utan Bandaríkjanna. Og raunar er hann ríkari en hagskýrslur Sviss sýna, því hann á ítök út um allan heim í hverskonar fyrirtækjum. — Þessi einokunarhringur hefur nú þegar náð hættulegum tökum hér á íslandi. Og svo furðulega vill til að erindrekar þeir, sem þessi einokunarhringur hefur eignast hér, hrópa hæst um „frjálsa verslun“ í stað þess að beina spjótum sínum að arðráni einokunarhringsins. Sá hættulegi samningur, sem gerður var við þennan hring af Ihaldi og Alþýðu- flokki 1966 gegn atkvæðum Alþýðu- bandalags og Framsóknar, sýnir æ betur að nauðsyn er á harðvítugri baráttu við hringinn fyrir þjóðfrelsi og efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar, ef þessum auð- hring á ekki að takast að festa sig hér í sessi og hagnýta æ meir í sína þágu íslenskar auðlindir og afrakstur þeirra, en ýta íslendingum til hliðar, — gera þá að „kotkörluin“ í eigin landi, er borga skulu of fjár, svo hringurinn megi græða. Hefur hringurinn nú þegar sýnt hvernig hann arðrænir ísland og íslendinga á þeim tíma, sem hann hefur starfað hér: nýtt eina dýrmætustu auðlind íslendinga, raf- orkuna, og greitt smánarlega lágt verð fyrir og fest sér það með samningnum til 25 ára. Á meðfylgjandi teikningu sést hvað íslenskar rafveitur verða að borga — og hve ódýrt einokunarhringurinn fær raf- magnið. Það kemur til með að sjást í þessum kosningum hvort hægt sé að svínbeygja Islendinga undir arðrán einokunarhrings á ný og láta almenning borga. — Það er ekki nóg að kvarta undan háu raforku- verði, en kjósa svo þræla einokunar- hringsins á þing — og nú hefur Framsókn bæst í þann hóp. Þannig hefur henni hrakað frá 1966, er hún þorði þó að andæfa! En einokunarhringurinn hefur snúið á íslendinga á fleiri sviðum: 39

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.