Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 41

Réttur - 01.01.1983, Side 41
Samkvæmt samningnum frá 1966 átti hann að greiða framleiðslugjald miðað við útflutt tonn af áli, en á siðari stigum samninganna tókst auðhringnum að breyta þessu gjaldi í raunverulegan tekju- skatt með því að skerða átti framleiðslu- gjaldið eftir afkomu auðhringsins! Nú hefur tvennt komið í ljós við ræki- lega afhjúpun Alþýðubandalagsins á framferði auðhringssins á nær öllu rekst- urstímabili Álfélagsins í Straumsvík: 1. Með fölsun á bókhaldi og yfirverði á aðföngum til álversins lætur ísal líta svo út sem félagið hafi verið rekið með tapi allan tímann! Pannig breytist fram- leiðslugjaldið í lágmarks-tekjuskatt! Með þessum þokkalegu aðferðum hef- ur þessum auðhring haldist uppi að skammta sér sjálfur skattgreiðslur til íslenska ríkisins. Þetta eru bein skatt- svik og myndi vera refsað harölega, ef íslendingur ætti í hlut. Þekkt enskt endurskoðunarfirma, Coopers & Lybrand, hefur reiknað út, að skattsvikin frá 1974 til 1980 námu í dollurum svipaðri upphæð og álverið greiddi fyrir rafmagið. — Með öðrum orðum: Alhringurinn fær raforkuna á þessum árum án þess að greiða fyrir hana! Hvað hefði þetta framferði verið kallað, ef danskir einokunarkaupmenn hefðu fengið vörur bænda á svipaðan hátt á 17. öld? 2. Á árinu 1975 voru álsamningarnir endurskoðaðir, en þjóðin blekkt um Raforku hækkun en skattalækkun Töluleg áhrif breytinga á skattaákvæðum og raforkuverði ísal (að teknu tilliti til endurskoðunar Coopers & Lybrand) árin 1975 - 1982. Geflð og tekið 1. Skattar (framleiðslugjald) Skv. óbreyttum samningi 1966/69 Skv. breyttum samningi 1975 Mismunur Milj. USDMilj. ísl.kr. 43.3 831.4 16.6 318.7 + 26.7 512.7 2. Raforka Skv. óbreyttum samningi 1966/69 Skv. breyttum samningi 1975 Mismunur Milj. USDMilj. ísl.kr. 23.2 445.4 49.4 948.5 + 26.2 503.3 Heildarútkoma endurskoðunar 1975 Skattar (framleiðslugjald) Raforka Mismunur Milj. USDMilj. ísl.kr. 26.7 512.7 26.2 503.3 + 0.5 9.4 Ath. Upplýsingar um skatta (framleiðslugjald) eru fengnar frá Ríkisendurskoðun, en um raforkuverð frá Landsvirkjun. 41

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.