Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 42

Réttur - 01.01.1983, Page 42
raunverulegar aðgerðir er fólust í þeirri „endurskoðun“. Alþýðubandalagið reyndi að skapa víðtæka pólitíska samstöðu um sjónar- mið og hagsmuni íslendinga gegn Alu- suisse. En íhald og Framsókn ganga opinberlega Alusuisse á hönd á Alþingi og reyna að taka málið úr höndum Alþýðubandalagsins. Varð þá að af- hjúpa íslensku aðilana, sem að „endur- skoðuninni“ stóðu, svo þjóðin sæi hvernig staðið hefði verið að verki, er hagsmunir hennar voru í veði. Við þá afhjúpun kom í ljós að Alusuisse sam- þykkti að hækka raforkuverðið 1975 með því skilyrði að ríkissjóður greiddi Landsvirkjun raforkuna með samsvar- andi skattalækkun. Á þetta féllust ís- lensku samningamennirnir! Þessi niður- staða heitir á íslensku kaup kaups. (Englendingurinn kallar það „give and take“.) Aldrei hafði verið skýrt frá þessum hraksmánarlegu niðurstöðum samning- anna frá 1975 og birtir „Réttur“ tölurnar eins og iðnaðarráðherra lét þær frá sér fara. í yfirlýsingu þeirra manna, sem að þessari endurskoðun stóðu, en þeir voru Jóhannes Nordal, Ingólfur Jónsson og Steingrímur Hermannsson, og birt var í byrjun mars, játa þeir verknaðinn með þessum orðum: „Það var alltaf Ijóst við samningagerð- ina 1975, að á móti hækkun orkuverðs myndi koma lækkun á skatttekjum mis- munandi eftir árferði.“ Við að heyra slíka játningu sem í þessari yfirlýsingu fólst, hefði eitt sinn íslending- ur komist svo að orði: „íslands óhamingju verður alt að vopni“. Nú heimtar Alusuise að þessir menn semji við sig aftur. Málið sé tekið úr höndum Alþýðubandalags, — sá flokkur sé svo ósvífinn að berjast við sig fyrir íslenskum hagsmunum, — og slíkt og þvílíkt láti enginn auðhringur bjóða sér — síst af öllu af svo fámennri þjóð sem íslendingum. Og sjá: þjónar einokunarhringsins: íhald, Framsókn og Alþýðuflokkur hafa sameinast um að láta undan kröfu hrings- ins og leggja til á Alþingi að málið sé tekið úr höndum Alþýðubandalagsins. „Þrælslund aldrei þrýtur mann, þar er að taka á nógu, hann gerði alt sem hundur kann, hefði hann aðeins rófu.“ * Baráttan í komandi Alþingiskosningum stendur ekki hvað síst um það, hvort einokunarhringnum Alusuisse á að takast að svínbeygja þjóðina. Ekki má gefa eftir þumlung í þessari baráttu. — íslenska máltækið þekkir hvað það þýðir að rétta fjandanum litla fingurinn. — Hann muni þá reyna að taka alla hendina. 42

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.