Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 42
raunverulegar aðgerðir er fólust í þeirri „endurskoðun“. Alþýðubandalagið reyndi að skapa víðtæka pólitíska samstöðu um sjónar- mið og hagsmuni íslendinga gegn Alu- suisse. En íhald og Framsókn ganga opinberlega Alusuisse á hönd á Alþingi og reyna að taka málið úr höndum Alþýðubandalagsins. Varð þá að af- hjúpa íslensku aðilana, sem að „endur- skoðuninni“ stóðu, svo þjóðin sæi hvernig staðið hefði verið að verki, er hagsmunir hennar voru í veði. Við þá afhjúpun kom í ljós að Alusuisse sam- þykkti að hækka raforkuverðið 1975 með því skilyrði að ríkissjóður greiddi Landsvirkjun raforkuna með samsvar- andi skattalækkun. Á þetta féllust ís- lensku samningamennirnir! Þessi niður- staða heitir á íslensku kaup kaups. (Englendingurinn kallar það „give and take“.) Aldrei hafði verið skýrt frá þessum hraksmánarlegu niðurstöðum samning- anna frá 1975 og birtir „Réttur“ tölurnar eins og iðnaðarráðherra lét þær frá sér fara. í yfirlýsingu þeirra manna, sem að þessari endurskoðun stóðu, en þeir voru Jóhannes Nordal, Ingólfur Jónsson og Steingrímur Hermannsson, og birt var í byrjun mars, játa þeir verknaðinn með þessum orðum: „Það var alltaf Ijóst við samningagerð- ina 1975, að á móti hækkun orkuverðs myndi koma lækkun á skatttekjum mis- munandi eftir árferði.“ Við að heyra slíka játningu sem í þessari yfirlýsingu fólst, hefði eitt sinn íslending- ur komist svo að orði: „íslands óhamingju verður alt að vopni“. Nú heimtar Alusuise að þessir menn semji við sig aftur. Málið sé tekið úr höndum Alþýðubandalags, — sá flokkur sé svo ósvífinn að berjast við sig fyrir íslenskum hagsmunum, — og slíkt og þvílíkt láti enginn auðhringur bjóða sér — síst af öllu af svo fámennri þjóð sem íslendingum. Og sjá: þjónar einokunarhringsins: íhald, Framsókn og Alþýðuflokkur hafa sameinast um að láta undan kröfu hrings- ins og leggja til á Alþingi að málið sé tekið úr höndum Alþýðubandalagsins. „Þrælslund aldrei þrýtur mann, þar er að taka á nógu, hann gerði alt sem hundur kann, hefði hann aðeins rófu.“ * Baráttan í komandi Alþingiskosningum stendur ekki hvað síst um það, hvort einokunarhringnum Alusuisse á að takast að svínbeygja þjóðina. Ekki má gefa eftir þumlung í þessari baráttu. — íslenska máltækið þekkir hvað það þýðir að rétta fjandanum litla fingurinn. — Hann muni þá reyna að taka alla hendina. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.