Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 46

Réttur - 01.01.1983, Side 46
Guðmundur fékk sína eldskírn í bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar. Pá skipti mestu máli að tryggja atvinnu, að knýja fram eðlilegar launabætur og fá félagsleg réttindi viðurkennd. Á síðari árum gaf Guðmundur sig mjög að skipulagi húsnæðismála og fram- kvæmdum á því sviði. Hann gerði sér góða grein fyrir því, hve þýðingarmikil kjarabót það er, öllu al- þýðufólki, að eiga öruggan aðgang að heilsusamlegu húsnæði. Fullyrða má, að Guðmundur átti drjúg- an þátt í að koma fram þeim umbótum í húsnæðismálum hinna lægst launuðu, sem tekist hefur að koma á hin síðari ár. Síðasti starfsvettvangur Guðmundar var einmitt hjá Húsnæðismálastjórn þar sem hann hafði með að gera framkvæmdir á sviði verkamannabústaða. Eftirlifandi kona Guðmundar er Marta Kristmundsdóttir. Allan þann tíma, sem Guðmundur var önnum kafinn í sínu fjölbreytta félagsmálastarfi, stóð Marta við hlið hans. f*að hefir ekki farið fram hjá mér, né neinum okkar félaganna, sem nánast samstarf höfðum við Guðmund, að með engu móti hefði honum tekist að koma öllu því í verk, sem hann gerði fyrir flokk og félög og fyrir íbúa Reykjavíkur sem borgarfulltrúi, nema af því að Marta, konan hans, stóð af áhuga og fullum skilningi með honum í öllu hans starfi, og tók á sig ómælda fyrirhöfn og áhyggjur með manni sínum. Marta hefir líka allan tímann verið virkur og áhugasamur sósíalisti. Við félagarnir, sem nánast samstarf áttum við Guðmund, þökkum þér Marta fyrir þinn hlut í ykkar sameiginlega og ágæta starfi. Við félagarnir vottum þér, Marta, innilega samúð okkar með þakk- læti fyrir samstarfið við okkur. Við vottum jafnframt börnum ykkar hjóna og öllu skyldfólki samúð okkar við fráfall félaga okkar og samstarfsmanns. Að lokum flyt ég þér, Marta, og öllu þínu fólki sérstakar samúðarkveðjur mín- ar og minnar konu fyrir vináttu þína og ykkar Guðmundar við okkur hjón. Lúðvík Jósepsson. * * * Á gamlársdag hringdi Guðmundur til mín. „Bara til að óska þér gleðilegs árs og þakka gömlu árin.“ Hann var hress í máli að vanda og við spjölluðum stutta stund um sameiginleg áhugaefni, borgar- stjórnina og landsmálapólitíkina. Við átt- um margt eftir að segja hvort öðru þegar samtali varð að ljúka þeim degi og vorum staðráðin í að hittast bráðlega á nýja árinu og halda spjallinu áfram í góðu tómi. Ég spurði hann ekki um heilsufar og vissi ekki um að háskalegur sjúkdómur hafði gert vart við sig, og Guðmundur var ekki að tíunda slíkt. Það var ekki hans vandi að fjölyrða um eigin hag, þegar við töl- uðum saman. Hreyfing íslenskra sósíalista hefur alla tíð átt á að skipa mönnum sem gáfu henni alla starfsorku sína, og urðu svo sam- grónir henni, að hreyfingin og þeir voru eitt, og þessa menn hefði maður ekki getað hugsað sér á öðrum vettvangi. Einn þessara dýrmætu manna var Guðmundur Vigfússon. Þegar ég kom til landsins að afioknu námi 1953 var aðal vettvangur hans orðinn bæjarráð, en þar tók hann við að föður mínum látnum 1952. Hann 46

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.