Réttur


Réttur - 01.01.1983, Síða 47

Réttur - 01.01.1983, Síða 47
var þá maður á besta aldri með drjúga reynslu í störfum fyrir verkalýðshreyfingu og flokk, öruggur og skýr í málflutningi. Þannig sé ég hann fyrir mér, þegar ég kynntist honum fyrst á fundum í Sósíal- istafélagi Reykjavíkur. Það var margt hægt að læra af Guð- mundi fyrir unga og óreynda áhugakonu um stjórnmál. Guðmundur tók brátt að ræða bæjarmálin við mig. Eitt sinn bað hann mig að móta með sér tillögur um dagvistarmál og leikvelli og annað sem börn varðaði. Ég gat varla talist mjög fróð um þau efni á þeim tíma, en konurnar í Kvenfélagi sósíalista voru það, og það voru vel grundaðar tillögur sem Guð- mundur lagði fram í bæjarstjórn og fylgdi fast eftir. Þannig undirbyggði Guðmundur mál- flutning sinn í bæjarstjórn, tillögur hans stóðu föstum fótum vegna eljusemi hans og trausts sambands við fjölda félaga sem áhuga höfðu á bæjarmálum eða höfðu sérþekkingu á einstökum málum. í fjögur ár sátum við Guðmundur síðan saman í bæjarstjórn og það reyndist auð- velt verk að starfa þar undir forystu hans. Þetta var kjörtímabilið 1962-1966. Guð- mundur hafði þá langa reynslu að baki í borgarmálum og þekking hans á mál- efnum borgarinnar var yfirgripsmeiri en flestra annarra bæjarfulltrúa. Hann var ótvírætt forystumaður alls minnihluta bæjarstjórnar, og ég fann það vel að hann naut einnig virðingar þeirra Sjálfstæðis- manna sem hann deildi harðast við á bæjarstjórnarfundum. Með hvassri gagn- rýni, sem byggð var á þekkingu og rökum hafði hann áhrif á framvindu mála, þó að alltaf væru nægjanlega margar hendur á lofti í atkvæðagreiðslum til þess að koma tillögum hans fyrir kattarnef með einum eða öðrum hætti. Borgarmálaráðsfundina héldum við að kvöldlagi á heimili mínu. Þar voru bæjar- stjórnarfundirnir að sjálfsögðu undirbún- ir, en að bæjarmálum loknum var oft setið lengi, og talað um bækur, menn og málefni, og einnig á þeim stundum naut ég góðs af því sem Guðmundur hafði fram að færa. Ég hvarf af vettvangi borgar- stjórnar árin 1966-1970, en það var síð- asta kjörtímabil Guðmundar. Hann taldi ekki rétt að sitja þar lengur en 20 ár. „Ef ég fer að sitja eitt kjörtímabilið enn“ sagði hann, „þá er ég hræddur um að ég fari að eiga erfitt með að snúa mér að öðru verkefni. Menn eiga ekki að verða eilífir augnakarlar í borgarstjórn.“ Síðan kvaddi hann borgarstjórn á fundi 21. maí 1970. Ég var ekki viðstödd þann fund, en einn félagi okkar hefur lýst því fyrir mér með hve miklum glæsibrag Guðmundur kvaddi. Þetta var harður deilufundur framan af þar sem Guðmundur dró ekki af sér. Síðan talaði hann fyrir síðustu tillögu sinni í borgarstjórn, en hún fjallaði um að leita eftir samvinnu eða sameiningu Reykjavíkur, Mosfellshrepps og Kjalar- neshrepps, og eftir knappri bókun í fund- argerð að dæma, virðist þeirri tillögu hafa verið sæmilega vel tekið. í fundarlok kvaddi síðan Guðmundur vel völdum orðum. Eftir að samveru okkar Guðmundar í bæjarstjórn lauk urðu fundir ekki jafn- tíðir og áður, en alltaf var jafnánægjulegt að hitta hann á fundum eða á förnum vegi. Ég þakka honum samfylgdina og kveð hann með trega. Mörtu og börnum þeirra hjóna votta ég dýpstu samúð. Adda Bára Sigfúsdóttir. 47

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.