Réttur


Réttur - 01.01.1983, Qupperneq 50

Réttur - 01.01.1983, Qupperneq 50
hags- og atvinnulífið á öllum vesturlönd- um. Til þess að ná upp áhrifum olíuverð- hækkunarinnar hefði þjóðarframleiðsla þurft að aukast um ein 7%. Það tókst ekki og þó það hefði tekist hefði ekki verið hægt að selja afurðirnar á mörkuðum vesturlanda þar sem eftirspurn eftir iðnað- arvörum minnkaði verulega. Erlendar skuldir hrannast upp og þjóðfélagið er komið í svipaða aðstöðu og fyrirtæki, sem verður að greiða stærri hluta en gott þykir í afborganir af lánum. Sparnaðinn þarf að auka og því ekki með launamannasjóð- um? Á arðsvonin ein að ráða? Hverjir eru það sem ráða í íslenskum fyrirtækjum? Það er að minnsta kosti nokkuð ljóst hver það er sem hefur mest völd og áhrif í einkafyrirtækjunum. En í hlutafélögunum? Þar til annað kemur í ljós fullyrði ég að þar sé fámennisvald. Ótrúlega stórt hlutfall af íslenskum hluta- félögum eru gervihlutafélög. Fjölskyldur mynda gjarnan hlutafélög um starfsemi eins fjölskyldumeðlims. Raunverulega ættu þessi gervihlutafélög að teljast til einkafyrirtækja. í stærri hlutafélögum hér á landi má merkja sama raunveruleika og í stærri hlutafélögum erlendis — fáir einstaklingar ráða meirihluta hlutafjárins. Þegar til krítunnar kemur er fámennis- vald í fyrirtækjarekstri á íslandi. Tiltölu- lega lítill hópur hefur afgerandi áhrif í efnahags- og atvinnulífi okkar og stýra því útfrá hagsmunum sínum. Því er nauð- synlegt að breyta og gera efnahags- og atvinnulífið lýðræðislegra. En í þessu felst einnig spurningin um útfrá hvað sjónar- miðum ákvarðanirnar eru teknar. f kapítalískum rekstri er arðsvon það sem stjórnar ákvarðanatökunni umfram annað. Gróði er mælikvarðinn á það hvernig hefur tekist til í kapítalískum rekstri. Arðsvonin getur sumum verið hvati til athafna — en það er sterka hliðin. En arðsvonin er einnig hin veika hlið hins kapítalíska rekstrarforms — hún tekur ekki tillit til annarra þarfa og markmiða. Ef arðsvonin kallar á fækkun mannafla í rekstri — þá verður það svo án tillits til annars. Ef arðsvon er í tölvuvæðingu — þá veltur hún yfir okkur með þeim for- merkjum einum. Þannig eru ákvarðanir teknar sem varða lífshlaup okkar sem einstaklinga og þjóðar. Margur fullyrðir að lýsingin hér að ofan sé lýsing á lögmáli efnahagslífsins. Engu máli skipti hver taki ákvarðanirnar. Eins og lögmál kapítalismans sé náttúrulög- mál. Vitaskuld er það röng fullyrðing. Hinsvegar hefur hún oflitað hugarfar margra. En sá sem skuggahlið arðsvonar- innar brennur á sér önnur markmið. Sá sem stritar langan íslenskan vinnudag á þá ósk að því linni. Sá sem vinnur í hávaða, vinnur með hættuleg efni eða í hættulegu umhverfi, gerir aðrar kröfur en sá sem hefur arðsvonina eina að leiðarljósi. En kröfur um betra vinnuumhverfi og inni- haldsríkara líf ná ekki fram að ganga nema sjónarmið þeirra sem vandinn brennur á, fái að ráða ferðinni. Það verður ekki fyrren valdakerfi efnahags- og atvinnulífsins hefur tekið þeim grund- vallarbreytingum, sem hugmyndirnar um launamannasjóði byggja á. Skyggnst um Áður hefur verið frá því sagt að fyrir einum 30 árum hafi hér á landi farið fram nokkur umræða um launamannasjóði. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.