Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 55

Réttur - 01.01.1983, Page 55
Hvernig ætla blankir braskarar að ná undir sig ríkisfyrirtækjunum? „Þjófnaðar“-aðferðir athugaðar í skjóli fenginnar reynslu Það er á stefnuskrá braskaranna á íslandi (álfursta-verslunarráðsins) að ná undir sig ríkisfyrirtækjunum á Islandi, — m. ö. orðum ræna af íslenskum almenningi viðurkenndri þjóðareign hans. Nú er það kunnugt að flestir þessara herra segjast vera blankir að reiðu fé, — þeir hafa sett gróða sinn á undanförnum árum í fínar „villur“ og verslunarhallir — sem að vísu margfaldast að verðmæti í krafti þeirrar verðbólgu, sem þessir herrar skipuleggja, en eru hinsvegar ekki auðseljanlegar gegn fé út í hönd. Ennfremur munu ýmsir þeirra eiga drjúgan skilding í erlendu fé, — en slíkt mundu þeir vart vilja nota til að borga með, því ætlun þeirra er að stórhækka erlent fé í verði, en fella íslensku krónuna þegar þeir fá völd. Hvernig ætla þeir þá aö klófesta fyrirtækin, sem nú eru þjóðareign? Minna skal á tvær aðferðir, sem þessir herrar áður reyndu, hina fyrri gagnvart einstaklingi, hina síðari gagnvart þjóð- inni. Af þeirri síðari má sjá hverja aðferð þeir hafa í huga, — af hinni fyrri hve grímulaus ránsskapur vissra stórkaup- manna er. I. Þegar Morgunblaðinu var rænt Morgunblaðið var stofnað af Vilhjálmi Finsen og eign hans, hugsað sem almennt frjálslynt blað. En vissir stórkaupmenn í Reykjavík, danskir og íslenskir, vildu ná því í sínar hendur, til þess að beita því sem vopni stórkaupmannastéttarinnar gegn alþýðu. Peir settu 1919 auglýsinga- skammbyssuna fyrir brjóst Finsens, — kváðust stofna annað blað, ef hann ekki afhenti þeim sitt blað, — og auðvitað hætta þá að auglýsa í Morgunblaðinu. — Vilhjálmur Finsen sá að hann varð að gefast upp og „semja“. „Eg var eins og halakliptur hundur, þegar búið var að ganga formlega frá þessu,“ — segir 55

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.