Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 63

Réttur - 01.01.1983, Side 63
Novubardaginn 1934 50 ár voru liðin frá Novubardaganum á Akureyri 14. mars sl., ein- hverjum harðasta slag, sem norðlenskur verkalýður hefur háð við aftur- haldsöfl atvinnurekenda og klofningstilraunir kratabrodda — og farið sigursæll út úr þeirri orustu, eins og Krossanesverkfallinu 1930 og Detti- fossslagnum 1934. Allir voru þessir bardagar háðir til að hindra kauplækkanir og knýja fram taxta verkalýðsfélaga, þrátt fyrir klofning sprengifélaga Alþýðuflokksins og undir- boð þeirra sem verkfallsbrjóta. Hetjuskapur verkalýðsins á Akureyri í Novu-bardaganum mun lengi í minnum hafður, því heifa mátti að allur hinn róttæki verkalýður, jafnt konur sem karl- ar væru reiðubúinn til enn harðari átaka ef á þyrfti að halda. Skýrt hefur verið nákvæmlega frá öllum gangi þessara átaka, einna hinna hörðustu á kreppuárunum í eftirfarandi ritum m.a.: „Rétti“, 1973, „Novubardaginn“, bls. 89-94 ásamt öllum þeim myndum, sem til eru af átökunum og helstu forustumönn- um þeirra. Jón Rafnsson: Vor í verum, 1957, bls. 158-180. Steingrímur Aðalsteinsson: Novudeil- an á Akureyri (Vinnan, 1946, bls. 226- 230). Tryggvi Emilsson: Baráttan um brauð- ið. 1977. (Kaflinn: Verkfall í atvinnu- leysi). Bls. 269-288. Mannfjöldinn á Torfunefs- bryggju, er bæjarfógetinn les upp konungsbréf og skipar fólkinu að dreifa sér — sem ei var hlýtt! 63

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.