Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 2
kaupgjaldið. Ríkisstjórn þessara flokka auðkýfinganna hefur þegar sýnt sig í
því að lækka kaupgjaldið um einn þriðjung með bráðabirgðalögum. Það er
verið að eyðileggja verkfallsvopnið í höndum alþýðu. — En hún á annað,
enn skæðara vopn: Atkvæðaseðilinn.
Alþýðan getur fellt arðræningjana, auðkýfingana ríku, frá völdum með því
að sameinast um þá flokka, sem treysta má í baráttunni við auðvaldið. —
Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið sýndu það hér áður, — eftir
sigrana miklu 1942 og 1944 að það er hægt að afnema fátæktina á ís-
landi, eins og þá tókst um nokkra áratugi.
En auðdrottnarnir eiga stærstu blöðin og drottna í fjölmiðlastríðinu. Þeir
treysta á að geta svæft alþýðu svo með áróðri sínum að hún sjái ekki hverjir
arðræna hana, koma fátæktinni á aftur og valda því atvinnuleysi, sem er að
byrja.
Alþýðan þarfa ð verða andlega frjáls, losa sig undan forheimskvunar áhrif-
um auðvaldsins. — Og það þarf íslensk alþýða að gera eigi aðeins sjálfs
sín vegna, heldur og til þess að bjarga þjóðinni frá þeirri hættu sem yfir
henni vofir.
íslenska afturhaldið er eigi aðeins arðræningi alþýðunnar. Það er og
að færa ísland i fjötra erlends valds: í fyrsta lagi hins bandaríska
hervalds, — og í öðru lagi í vaxandi mæli í fjötra erlends auðvalds.
Það er engin tilviljun að nú er farið að tala um að hleypa erlendu bankavaldi
inn í landið. Og hernámsvaldið færir sig upp á skaftið samtímis.
Ranglætið, spillingin og fátækt alþýðu vex undir áhrifum hins erlenda auð-
og hervalds og erindreka þess. — Og íslenskum iðnrekendum, útgerðar-
mönnum og öðrum raunverulegum íslenskum atvinnurekendum stafar líka
hætta af þessari eflingu hins erlenda valds.
Lífs- og frelsisbarátta alþýðu er um leið að verða frelsis- og lífs-bar-
átta íslensku þjóðarinnar allrar.
léttur
er 70 ára í ár
Gefið honum afmælisgjöf
NÝJA ÁSKRIFENDUR!