Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 12

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 12
PÁLL BERGÞÓRSSON: Hlutleysi^ Sviss og íslands Þetta erindi var flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Hótel Borg 29. mars 1986. í dag, 15. aprfl, þegar handritinu er skilað í prentsmiðju, þegar hernaðar- átök urðu í Líbýu, er sérstök ástæða til að hugleiða þær hættur, sem smáríki eins og íslandi eru búnar af hernaðarbandalagi við árásargjörn ríki. Árið 1515 gerðist sá atburður, að við Marignano á Ítalíu mættust tveir herir, annar í þjónustu Frakkakonungs, hinn á mála hjá ítölskum hertoga. Petta væri varla í frásögur færandi nema af því að í báðum herjunum voru Svisslendingar. Þarna varð mikil slátrun, nærri því til síð- asta manns. Harmur og reiði gagntók þjóðina, þegar þeir fáu sem eftir Iifðu, komu heim særðir og illa til reika, og það rann upp fyrir mönnum, hvað styrjaldir væru tilgangslausar. Þá lögðu Svisslend- ingar grunninn að þeirri stefnu að gæta hlutleysis í átökum erlendra ríkja, forðast allar ögranir gagnvart öðrum löndum, en byggja upp varnir sínar eftir föngum, jafnframt því sem stefnt er að því að búa sem mest að sínu, ef stríð geisa í nágranna- löndum. Svo ströng er þessi stefna, að Svisslendingur sem ræður sig til herþjón- ustu á erlendri grund, á yfir höfði sér fangelsisdóm, þegar heim kemur. Síðan þetta gerðist eru liðin 470 ár. Svisslendingar höfðu fram að því átt í mörgum styrjöldum, varist innrásum og lagt undir sig erlend landsvæði. En eftir þennan eftirminnilega atburð hafa þeir Páll Bergþórsson 76

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.