Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 23
Ályktun um kjaramál
I.
Nýgerðir kjarasamningar verða að telj-
ast tímamótasamningar hér á landi. í
fyrsta skipti er stefnt að auknum kaup-
mætti launa eftir öðrum leiðum en með
beinum kauphækkunum eingöngu. Geng-
ið er út frá ströngu aðhaldi í verðlagsmál-
um og beinum verðlækkunum, lækkandi
verðbólgu og föstu gengi. Þá eru endur-
skoðunarákvæðin mikilvæg, þótt þau
tryggi ekki samninginn. Þar er um stefnu-
breytingu að ræða af hálfu atvinnurek-
enda sem hafa hafnað öllum trygginga-
ákvæðum á undanförnum árum. Samn-
ingurinn er tilraun og það veltur á miklu
að sú tilraun takist. Náist ekki það
markmið sem að er stefnt og árangurinn
verður lítill sem enginn, er víst að sú leið
sem hér er valin verður ekki farin aftur í
bráð. Það er því nauðsynlegra fyrir
verkalýðshreyfinguna nú en oft áður að
hafa strangt eftirlit með því að atvinnu-
rekendur og ríksivaldið standi við sinn
hluta samningsins. Þ.e. að atvinnurek-
endur velti ekki kauphækkunum út í
verðlagið og að ríkisstjórnin standi við
gefin loforð um aðhald í verðlagsmálum.
Neytendur verða því að vera vel á verði
og taka virkan þátt í því verðlagseftirliti
sem verkalýðshreyfingin og Verðlags-
stofnun stendur að, það eftirlit verður að
standa út allt samningstímabilið. Sú tor-
tryggni sem er hjá fólki út í aðild ríkis-
stjórnarinnar er eðlileg þegar haft er í
huga að ríkisstjórnin hóf feril sinn meö
því að ógilda gildandi kjarasamninga og
afnema samningsréttinn.
II.
Verkalýðshreyfingin hefur unnið
marga glæsilega sigra í baráttu sinni fyrir
betra þjóðfélagi. Sú barátta heiur oft vei-
ið hörð og tvísýn en skilað árangri sem
hefur búið verkafólki aukið öryggi,
mannsæmandi húsnæði þótt þörfinni sé
engan veginn fullnægt, heilbrigðisþjón-
ustu og margt fleira.
Verkalýðshreyfingin sýndi það enn í
þessum samningum að hún er þess megn-
ug að ná fram þjóðfélagslegum umbótum
og réttindamálum. Samkomulagið um
umbyltingu húsnæðiskerfisins er stórmál
sem varðar fyrst og fremst almennt launa-
fólk og alveg sérstaklega þá sem minnst
bera úr býtum og nú geta frekar en áður
eignast eigið húsnæði í stað þess að vera
háð ótryggum og rándýrum leigumark-
aði. Þessu nýja húsnæðiskerfi má óefað
líkja við stærstu áfangana í baráttu hreyf-
ingarinnar fyrir mannsæmandi húsnæði,
það er upphaf verkamannabústaðanna og
byggingu framkvæmdanefndaríbúðanna.
Þá er samningsákvæðið um rétt foreldra
til fráveru vegna veikinda barna fagnað-
arefni, þótt aðeins sé um áfanga að ræða
í því réttindamáli.
En þótt áfangar náist, bíða mörg og
stór vandamál óleyst. Vandi aldraðra er
óleystur, í hundruðum tilfella býr gamalt
fólk við neyð. Þótt verkalýðshreyfingin
hafi látið málefrii þeirra æ meira til sín
taka er engan veginn nóg að gert. í þessu
máli verður hreyfingin að taka fastar á og
knýja fram úrbætur. Þá má minna á mál
öryrkja, dagvistunarmál og margt fleira.
Verkalýðshreyfingin verður að sameinast
um kröfur sem hafa þjóðfélagsbreytingu
í för með sér til hagsældar fyrir verkafólk
og beita afli sínu til að knýja þær fram.
III.
Hin stórfellda kjaraskerðing undanfar-
inna ára og það mikla ranglæti sem í
87