Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 8

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 8
íhaldsins í þessari borg, eins og ég minnt- ist á í upphafi greinarinnar. Menn sem grípa til þess að fullyrða að ekki sé hægt að saka þá um „mannvonsku eða grimmd“ eru vægast sagt komnir í mikla varnar- stöðu. Þeirra málstaður er vondur. Okkar málstaður er góður. Vonandi tekst félags- hyggjufólki að koma því vel á framfæri í komandi kosningum. Raunverulegt frelsi fólksins í þessu landi er fólgið í því að útrýma fátækt, af- nema vinnuþrælkunina, tryggja jafnrétti til náms, tryggja öldruðum og sjúkum þá aðhlynningu sem þeim ber, tryggja börn- um samfélagsins öruggan uppeldisstað meðan foreldrar eru við störf; Um þetta þarf fólk að standa saman. Sama daginn og ég fór á ráðstefnuna um fátækt barst á heimili mitt glæsilegt auglýsingablað Afl nýrra tíma gefið út af Sambandi ungra sjálfstæðismanna. I því var að finna leiðbeiningar til ungs fólks sem nú kýs í fyrsta skipti um það hvað það ætti að kjósa. Þar var ekki minnst einu orði á fátækt. „Gamla góða skynsemin segir okkur að framfarir byggist á því að fólk noti þau tækifæri, sem bjóðast til að koma sér áfram“. „Séreign á íbúðarhúsnæði er samofin íslenskri þjóðarsál“. „Unga fólkið sem skipar sér í raðir sjálfstæðis- manna vill fá að vera sinnar eigin gæfu smiðir“. „Einstaklingurinn í öndvegi“, var innihald þessa áróðursrits. Höfundar textans kjósa að horfa framhjá staðreyndum um kjör almenn- ings í þessu landi. Ekki er viðurkennd sú staðreynd að vegna kjaraskerðinga flokksins sem þessu unga fólk er bent sérstaklega á að kjósa er nú svo komið að fullfrískt fullvinnandi fólk getur ekki séð fyrir sér sjálft og er tilneytt að leita á náðir félagsmálastofnana. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur komið í veg fyrir að fólk geti lifað af launum sínum þrátt fyrir fullan vinnudag. Dæmt fólk til að standa í biðröð á félagsmála- stofnunum landsins til að fá fyrir salti í grautinn sinn. Þess vegna verður átak- anleg þessi setning í blaði ungra sjálf- stæðismanna: „Félagslega aðstoð við fuilfrískt fólk á hins vegar að takmarka eins og frekast er kostur“. Ég held að þetta blað ungra sjálfstæðismanna sé mjög þarft innlegg í þjóðfélagsum- ræðuna. Sú glansmynd og sá skortur á raunsæi sem þar birtist er svo himin- hrópandi að ungt fólk sem flest hefur mjög sterka réttlætiskennd hlýtur að hrökkva við og draga sínar eigin álykt- anir um raunveruleika íslensks samfé- lags árið 1986. „ísland - Land tækifær- anna“ segja þeir, fyrir hvern? Varla fyrir þann stóra hóp íslendinga sent nú er undir fátæktarmörkum. íhaldið hefurgert ísland að landi fátæktarinnar. REYKJAVÍK, HINN 6. APRÍL 1986. 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.