Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 39

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 39
þar sem stúlkur virtust hikandi og óundirbúnar að gefa svör við þessu var málið tekið út af dagskrá.“ Svo virðist sem hin 19 ára forystukona hafi þarna hreyft menntunarmáli sem hafi komið félagskonum algerlega í opna skjöldu og var þetta mál ekki frekar rætt á félagsfundum fyrr en löngu síðar. í umræðum um vinnutímann kemur fram að víða hafi það tíðkast að unnið væri 14 stundir á dag, en í vistum kæmi fyrir að stúlkurnar væru látnar vinna til miðnættis. Kom fram hjá félagskonum að eðlilegt væri að binda vinnudaginn við 10 stundir og bæri atvinnurekendum eða húsmæðrum að greiða eftirvinnuálag á vinnu umfram 10 stundir. Kaup starfs- stúlkna á sjúkrahúsum áður en samningar voru gerðir haustið 1935 var almennt 75 krónur á mánuði á sumrin en 50 krónur yfir vetrarmánuðina. Stúlkur sem unnið höfðu misseri eða lengur fengu 14 daga sumarfrí en nýkomnar stúlkur 7 daga Ýmsar stofnanir greiddu lægra kaup, einkum þær er einkaaðilar ráku og í vist- um var kaupið almennt helmingi lægra. Á einkastofnunum virðast starfsstúlkur jafnframt hræddari við að stíga það skref að ganga í stéttarfélag og var það sérstak- lega rætt á fundi, hvernig ná mætti til þeirra. Svo virðist að nokkuð hafi vafist fyrir hinu opinbera að svara kaupkröfum starfsstúlkna, því kröfur voru eins og áður er getið settar fram í maí 1934, en það er ekki fyrr en í október 1935 sem fyrstu samningar félagsins voru sam- þykktir á félagsfundi eða 30. okt. Framan af dróst að kalla saman fund í landspítala- nefndinni. Stjórn félagsins ítrekaði marg- sinnis kröfur sínar og gekk á fund land- læknis. En í ágúst 1935 kemst skriður á Guðmunda Helgadóttir, form. 1973-1976. málið. Pá leggur stjórn félagsins fram uppkast að samningskröfum á félagsfundi 20. ágúst. Átti samningurinn við ríkis- spítalana að gilda fyrir starfsstúlkur um land allt og var í 7 greinum. Kynnti Aðal- heiður samninginn og skýrði hann og var samningurinn samþykktur á fundinum. Fann 24. sept. er síðan haldinn fundur og þar skýrt frá yfirstandandi samningavið- ræðum milli félagsins og ríkisspítalanna. Var lesið upp bréf frá stjórnarnefnd ríkis- spítalanna frá 19. sept. Þar kvittar stjórn- arnefndin fyrir móttöku á kröfum starfs- stúlknafélagsins en skýrir jafnframt frá því að hún verði að hafa samráð við yfir- lækna á öllum viðkomandi sjúkrahúsum. Fer stjórnarnefndin fram á að fá frest og var hann veittur. Þann 30. okt. kynnir formaður síðan samningana eins og þeir 103

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.