Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 28
ingsaðgerða við baráttu svarta meirihlut-
ans gegn stjórnarfari hvíta minnihlutans.
Hvers vegna hefur Suður-Afríka, frem-
ur en nokkurt annað ríki í heiminum orð-
ið að öðru eins skotmarki, öðrum eins út-
laga meðal ríkja heimsins?
Það má draga svarið saman í einu orði:
APARTHEID.
Hvað er Apartheid?
Orðið APARTHEID er komið úr
tungumálinu Afrikaans (tungumáli Búa),
bókstafleg merking þess er aðskilnaður.
Pað var fyrst notað árið 1929. Notkun
þess varð þó fyrst verulega útbreidd í
kosningunum árið 1948, þegar Þjóðar-
flokkurinn tók það upp sem kjörorð kosn-
ingaherferðar sinnar. Síðan þá hefur
þetta hugtak verið notað yfir alla þætti
stjórnarfars hvítu ráðastéttarinnar, sem
byggist á yfirráðum í krafti kynþáttakúg-
unar.
Apartheid er stjórnkerfi sem byggir á
Iagalegum og stjórnarfarslegum aðskiln-
aði kynþáttanna í Suður-Afríku. Hvíti
minnihlutinn í Suður-Afríku sem telur
færri en fimm milljónir manna undirokar
og arðrænir hinn vinnandi meirihluta sem
eru svartir. Hinir svörtu íbúar landsins
samanstanda af 24 milljónum Afríkana
(hinir upprunalegu íbúar landsins), þrem-
ur milljónum litaðra (fólk af blönduðum
uppruna) og tæplega einni milljón manna
af Indversku bergi brotnu.
Suður-Afríka er opinberlega skilgreind
sem ríki hvítra — ríkisstjórnin lýsir því
opinskátt yfir að hún sé einungis fulltrúi
hins^hvíta kynþáttar. Hún gerir ekki einu
sinni tilkall til þess að vera fulltrúi allra
íbúa landsins.
Grunnurinn að aðskilnðarstefnunni var
lagður með eignaupptöku á jarðnæði
Afríkana með ofbeldi. Landnemarnir
sem komu frá Evrópu á sautjándu öld
háðu hvert stríðið á fætur öðru og þrátt
fyrir harða baráttu Afríkana til að halda
í jarðir sínar var landinu skipt upp í ann-
ars vegar svæði sem úthlutað var til hinna
svörtu og hins vegar afganginum af land-
inu sem er ætlað hinum hvítu. í dag ná
þau svæði sem svörtum eru ætluð til um
13,7% alls lands í Suður-Afríku, af- >
gangurinn af landinu, 86,3% er frátekinn
fyrir hina hvítu. Afríkanar búa annað-
hvort á þeim hrjóstrugu eyðilendum sem
einkenna hin svonefndu heimalönd
(bantustans) eða í borgarhverfum um-
hverfis stórborgir Suður-Afríku. Nokkur
hluti þeirra býr einnig á landsvæðum í
eigu hvítra bænda.
Þegar búið var að svipta Afríkana
möguleikanum til að framfleyta sér með
því að yrkja jörðina, voru þeir neyddir til
að selja vinnuafl sitt til hvítra atvinnu-
rekenda, bæði í námuvinnslu og iðnaði.
Til þess að geta viðhaldið yfirráðum
sínu og drottnun yfir meirihlutanum beit-
ir þessi minnihluti lögreglunni, réttarkerf-
inu og lögunum, þ.e. öllu ríkisvaldinu til
þess að halda svarta meirihlutanum niðri.
Svartir hafa engan rétt til að kjósa sér
ríkisstjórn sem ver hagsmuni þeirra.
Möguleikar þeirra til að ferðast og velja
sér starf eru afar takmarkaðir.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf árið
1983 út skýrslu sem innihélt niðurstöður
alþjóðlegrar ráðstefnu um aðskilnaðar-
stefnuna og heilsufar („International
Conference on Apartheid and Health“).
Þessi ráðstefna var haldin í Brazzaville
í Kongó í nóvember árið 1981. Sam-
kvæmt þessari skýrslu er ungbarnadauði
meðal svartra barna allt að því sexfalt
hærri en meðal hvítra. Milli 30-75% af
börnum svartra þjást af næringarskorti en
20% eru mjög illa haldin og dánartíðni
92