Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 24
henni felst, verður ekki leiðrétt í einni svipan. Nýgerðir kjarasamningar gera það ekki. í næstu samningum verður að stefna að stórauknum kaupmætti og verð- tryggingu launa. Afkoma heimilanna verður að vera trygg. Fátækt hefur aukist á íslandi á síðustu misserum. Jafnvel full- vinnandi fólk hefur þurft að leita aðstoð- ar vegna lágra launa og minnkandi kaup- máttar. Slíkt ástand má verkalýðshreyf- ingin ekki þola. Hún verður að beita afli sínu til að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu og láta þá sem minnst bera úr býtum sitja í fyrirrúmi. Hér á landi eru allar efnahagslegar forsendur til að verka- fólk eigi að geta lifað mannsæmandi lífi af dagvinnulaunum einum saman, því mark- miði verður að ná. IV. Sjöunda þing Landssambands iðnverka- fólks telur eðlilegt að við gerð næstu samninga fari heildarsamtökin með þau mál sem varða alla hreyfinguna t.d. verð- tryggingu launa, launastigann og ýmis fé- lagsleg atriði eins og lífeyrismál og rétt í veikindaforföllum svo dæmi séu tekin. Pingið leggur jafnframt áherslu á að ein- stök landssambönd og/eða félög semji við atvinnurekendur um sín sérmál. Einnig að allur undirbúningur verði það snemma á ferðinni að góður tími gefist til umræðna um kröfugerðina á félagsfundum, á vinnu- stöðum eða á öðrum þeim vettvangi sem félögin kjósa. Alyktun um atvinnumál í íslenskum iðnaði stafa nú nærri sex þúsund manns, sem svarar til þess að sjö- undi hver vinnandi maður sæki atvinnu sína til þessarar næst stærstu atvinnu- greinar landsmanna. Islenskur iðnaður sinnir mikilvægum þörfum neytenda og fyrirtækja, og reynslan sýnir að verðlag er almennt lægra á þeim sviðum sem íslensk- ur iðnaður hefur náð að sýna styrk sinn. í yfirlýsingum um atvinnumál er iðnaði oftast ætlað stórt hlutverk, en sjaldnast er skilgreint með hvaða hætti iðnaðurinn geti búið sig í stakk til þess að taka á móti þeim þúsundum manna sem streyma munu út á vinnumarkaðinn á næstu árum. í reynd skortir skýra stefnumótun í málefnum íslensk iðnaðar. Áform um uppbyggingu eru næsta óljós og á stund- um er gengið út frá því að vöxturinn ger- ist sjálfkrafa og án undirbúnings. íslensk verkalýðshreyfing hefur verið frumkvæðalítil í atvinnumálum og starfs- fólk flestra fyrirtækja sýnir takmarkaðan áhuga á því sem framundan er í fyrirtæk- inu sem það starfar hjá, enda er því ekki gefinn kostur á að hafa áhrif á mótun og stefnu þess. Á þessu þarf að verða breyt- ing og verkalýðshreyfingin verður að láta atvinnumálin meira til sín taka en verið hefur. íslenskir iðnrekendur hafa á mörgum sviðum staðið vel að verki, en mikið vant- ar þó á að nægilega skipulega hafi verið unnið að markvissri uppbyggingu fyrir- tækja, fjárfestingu, vöruþróun, markaðs- málum og nýsköpun. Á þessu verður að verða breyting. Pað öryggisleysi sem stórir hópar iðn- verkafólks búa við er með öllu óviðun- andi. Fjöldauppsagnir starfsfólks sem unnið hefur í ullar- og fataiðnaði sýnir það best. Flóttann frá innlendri framleiðslu yfir í innflutning verður að stöðva og tryggja iðnverkafólki atvinnu með öllum til- tækum ráðum. Með markvissum aðgerðum á iðnaður- 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.