Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 45

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 45
Dýrtíð óx mjög á íslandi á þessum árum og í lok stríðsins er hafist handa um ný- sköpun íslensks atvinnulífs er tryggði áframhaldandi eftirspurn eftir vinnuafli að styrjöldinni lokinni. Sigrar verkalýðs- samtakanna í kjarabaráttunni 1942 og mikill sigur verkalýðsflokkanna það ár, lagði jafnframt grundvöll að lífskjarabylt- ingu á íslandi. Allt þetta hafði ótvírætt mikil áhrif á kjör og starfsaðstöðu Sókn- arkvenna. Því miður verða á þessu tíma- bili fundir í félaginu mun færri en áður og fundargerðir einnig lélegri heimildir um kjarabaráttu félagsins. Margt bendir til að í sumum tilfellum hafi kjarabætur sem önnur verkalýðsfélög eða samtök ríkis- starfsmanna náðu fram haft átakalítið hækkunaráhrif á samninga Sóknar og því minna getið um þessi atriði í gjörðabók. En hér á eftir verður drepið á það helsta sem greint er frá í skjölum félagsins. Á fundi í októberbyrjun árið 1940 er rætt um það hvort ekki sé orðið tímabært að segja upp hinum fimm ára gamla kjara- samningi, en slíkt þurfti að gera fyrir 1. nóv. Var áhugi hjá félagsmönnum að fá vetrarkaupið hækkað upp í sumarvinnu- taxtann og hafði stjórnin leitað álits ASÍ um málið og sambandið lýst samþykki sínu við því. Þessi fundur var fámennur og því frestað til næsta fundar að taka ákvörðun. Pann 24. okt. mættu hins veg- ar 50 konur á fund og var þar samþykkt að segja samningum upp og kosin fimm manna samninganefnd. 12. desember lagði samninganefndin fram uppkast að kröfu- gerð þar sem m.a. var krafist styttingar vinnutímans úr 10 stundum í 9 en ekki ríkti bjartsýni á fundinum um að það næðist fram. Þá var farið fram á að grunn- kaupið hækkaði upp í 85 krónur og með naumum meirihluta var samþykkt að krefjast sérstaks gjalds fyrir helgidaga- Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, form. síðan í febrúar 1976 og er enn. vinnu. I janúar 1941 kemur móttilboð frá stjórnarnefnd ríkisspítalanna þar sem boðin var 5 krónu hækkun á mánaðar- kaup. Eitthvað hefur starfsstúlkum hitn- að í hamsi við þetta smánarboð því á fundinum 22. janúar voru 100 starfsstúlk- ur mættar og felldu þar mótatkvæöalaust þetta tilboð. 14 stúlkur, en flestar þeirra störfuðu á Hvítabandinu, gengu í félagið, en þar hafði félagið haft lítil ítök. Pá hófst jafnframt atkvæðagreiðsla um heimild til vinnustöðvunar ef ekki greiddist úr samningum. Ekki er ljóst af fundargerð hvernig atkvæði hafa fallið, en álykta má að það hafi einnig verið samþykkt mótat- kvæðalítið. En ekki er haldinn fundur í félaginu fyrr en aðalfundur 6. maí og þá ekki greint frá samningum né hann varð- veist, en þeir höfðu verið undirritaðir 31. 109

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.