Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 21
*
skynsamir menn sáu að myndi leiða til
styrjaldar fyrr eða síðar. Dimitroff-mála-
ferlin margfölduðu mótspyrnuna, er nas-
istastjórnin stóð afhjúpuð sem hrein
glæpamannastjórn. Einnig hér út á ís-
landi óx baráttan gegn nasismanum og
tók á sig margar myndir.1
í ellefu ár var Thálmann í hinum ýmsu
fangelsum nasistanna. Engar pyntingar,
einangranir né aðrar kúgunaraðferðir
fengu bugað né brotið þennan trausta,
framsýna og trúa foringja þýsku komm-
únistanna. Aðeins kona hans, Rósa, og
dóttir hans, Irma, fengu einstöku sinnum
að heimsækja hann. Nasistarnir höfðu
ætlað að hafa opinber réttarhöld yfir hon-
um og Thálmann búið sig vel undir þau.
En eftir ófarirnar í viðureigninni við
Dimitroff, mun nasistum ekki hafa litist
á blikuna. — Og síðar, þegar halla tók
undan fæti fyrir þeim í viðureigninni við
rauða herinn, brugðu þeir á það ráð að
losa sig við þennan hættulega, óbrot-
i gjarna andstæðing. Peir fluttu Thálmann
til fangabúðanna í Buchenwald og myrtu
hann þar 18. ágúst 1944.
En minningin um þennan ósigrandi
kommúnista og trúa leiðtoga lifir með
sósíalistum heims og sérstaklega hjá al-
þýðu Þýska alþýðulýðveldisins.
E.O.
SKÝRINGAR:
1 Sjá nánar um þá baráttu í „ísland í skugga heims-
valdastefnunnar", bls. 69-88, og í „Rétti“ 1975,
bls. 119-128, og „Rétti” 1982, bls. 113-115.
V
11KTJ l' ft VI.HK ALÝÐSINS I.
TllALMANN I FAMCKL8I NAZI6TA
ERIVST
THALMAIW
Bæklingur um Thalmann gefínn út hér 1934.
85
L