Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 14
stöðu. Og það er táknrænt fyrir þessa
stefnu, að fjárveitingar til Þjóðarbók-
hlöðu eru felldar niður á sama tíma og
hundruðum milljóna er ausið í óþarft stór-
hýsi, sem við fáum að nota sem flugstöð,
þar til styrjöld skellur á. Og þýlyndið
gagnvart hernámsveldinu sýnir sig á
margan hátt. Fyrir pólitískan þrýsting frá
svokölluðum bandamönnum okkar á er-
lendum vettvangi var okkur neitað um
lán til orkuframkvæmda á sjöunda ára-
tugnum nema stórfyrirtæki væri um leið
tryggð ódýr orka, raforka sem landsmenn
eru látnir greiða niður. Þessar deilur um
utanríkisstefnu og þjónkun við erlenda
hagsmuni hafa orðið okkur afdrifaríkar.
Öllu þessu má líkja við bræðravíg í þágu
erlendra herforingja, og hugurinn leitar
til mannskæðu orustunnar við Margnano
á Ítalíu árið 1515, þegar Svisslendingar
murkuðu hverjir aðra niður. Er ekki
kominn tími til að við lærum þá lexíu,
sem hefur orðið Svisslendingum svo
happadrjúg síðan þá, þó að dýrkeypt
væri?
Þær raddir hafa heyrst, að barátta okk-
ar herstöðvaandstæðinga sé ekki tímabær
lengur. Sumir láta sér jafnvel detta í hug
að ganga til liðs við hernaðarbandalagið,
sem stendur fyrir hersetu landsins, til þess
að hafa þó einhver áhrif til góðs á þeim
vettvangi, eins og sumir orða það. Hver
tyggur eftir öðrum þá fullyrðingu, að
hlutleysi ríkja sé úrelt aðferð til að
tryggja öryggi. Ég hef tekið dálítinn, en
þó allt of lítinn, þátt í baráttunni gegn er-
lendri hersetu í um það bil 40 ár. En svo
sannfærður sem ég var árið 1946, þegar
við nokkrir stúdentar stóðum fyrir funda-
höldum og blaðaútgáfu gegn hernum, um
að eina leiðin til að tryggja öryggi okkar
væri hlutleysi, þá hef ég þó sannfærst betur
og betur síðan. Við vissum þá, að kjarn-
orkan var komin til sögunnar. En við
höfðum óljósar hugmyndir um afleiðing-
ar kjarnorkuvígbúnaðar, reynslan var of
lítil. Nú er augljóst, að einmitt af kjarn-
orkunni stafar meiri stríðshætta en af
nokkru öðru. Vissan um banvænan árás-
armátt andstæðingsins elur á gífurlegri
tortryggni og ýtir undir þann hugsunar-
hátt að árás sé besta vörnin. Og hættan af
kjarnorkunni er alltaf að koma betur og
betur í Ijós. Gott dæmi um þetta er ný
vitneskja um kjarnorkuveturinn, sem
hugsanlega gæti útrýmt mannlífi á jörð-
inni. Það er hryllilegt til þess að hugsa, að
strax fyrir 30 árum var til nóg af kjarn-
orkuvopnum til þess að koma af stað
þessum fimbulvetri. En við vissum það
ekki. Við vissum það ekki fyrr en fyrir
tveimur árum, þegar menn uppgötvuðu
þetta, nánast af tilviljun.
Mér hefur orðið nokkuð tíðrætt um
reynslu Svisslendinga af hlutleysisstefnu.
Þar með er ekki sagt, að sú stefna sé
óbrigðul, eins og reynslan frá Napóleons-
hernáminu sýnir. En svo einstaka undan-
tekningu er ekki hægt að nota sem
sönnun fyrir fánýti hlutleysis. Og það er
ekki hægt að benda á annan betri kost.
í grein sem Dietrich Fischer, prófessor
í New York háskóla, skrifaði í Journai of
Peace Research árið 1982, dró hann sam-
an helstu lærdóma af reynslunni af hlut-
leysisstefnu. Hann telur að það sé hægt
að stuðla að friði án þess að fórna eigin
öryggi með eftirtöldum ráðum:
í fyrsta lagi að fyrst og fremst sé hervæð-
ing miðuð við hrein varnarvopn og varn-
araðgerðir, sem ekki eru hernaðarlegar.
I öðru Iagi að draga úr hvers konar árás-
arvopnum, sem ögra til vígbúnaðar-
kapphlaups, svo að aðrir telji sér ekki
stafa neina ógn af, hvorki raunverulega
né ímyndaða. Slíkar ögranir valda óvissu
78