Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 26
að það samræmist sem best félagslegum
og fjárhagslegum aðstæðum þeirra sem
þegar eru starfandi í iðnaði. Lögð verði
áhersla á að námið verði byggt upp
þannig, að það standi saman af tiltölulega
stuttum og afmörkuðum áföngum, sem
hver um sig ljúki með hæfnismati.
Hæfnismati sem notað verði til grundvall-
ar til ákvörðun launa. Pá verður að gera
þá kröfu, að sú verkmenntun sem skipu-
lögð verður verði beint tengd og eðlilegur
hluti af iðnfræðslukerfinu í landinu.
Pannig verði tryggt að verkmenntun iðn-
verkafólks nýtist sem hluti af frekari iðn
og tækninámi. Til að svo megi verða er
nauðsynlegt að gera mjög róttæka breyt-
ingu á núverandi iðnfræðslukerfi.
Jafnframt því sem unnið verður að
uppbyggingu iðnfræðslu og verkmennt-
unar fyrir iðnverkafólk innan verkmennta-
kerfisins er brýnt að teknar verði upp við-
ræður við iðnrekendur þar sem mótaðar
verði meginreglur um það, með hvaða
hætti þátttaka í námskeiðum og aukin
verkmenntun starfsmanna verði viður-
kennd til launa. Jafnframt þarf að tryggja
rétt iðnverkafólks til að njóta þeirrar
verkmenntunar sem í boði verður, án
þess að það feli í sér umtalsverða röskun
á högum þess. Gera verður kröfu til þess,
að aukin verkmenntun leiði til umtals-
verðra launahækkana, og jafnframt að
samið verði um rétt starfsmanna til töku
námsleyfa á launum.
✓
Alyktun um takmörkun á innflutn-
ingi iðnaðarvarnings
Sjöunda þing Landssambands iðnverka-
fólks haldið í Reykjavík 11. - 12. apríl
1986 mótmælir harðlega þeim geigvæn-
lega innflutningi á fatnaði og öðrum iðn-
varningi framleiddum í Asíulöndum, þar
sem lág laun og barnaþrælkun eru for-
sendur fyrir lágu verði. Þingið fordæmir
m.a. aðgerðir Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga sem flytur inn fatnað frá
Austurlöndum fjær til sölu hérlendis í
stað þeirrar framleiðslu sem Fataverk-
smiðjan Hekla framleiddi áður.
Slíkt er niðurlægjandi.
Þingið bendir á að hin Norðurlöndin
hafa sett takmarkanir á innflutning iðnað-
arframleiðslu frá Asíulöndum og telur
þingið eðlilegt að íslendingar geri slíkt
hið sama til verndar íslenskum iðnaði og
því fólki sem þar starfar. ^ Þ ,
Kosningar í Iðju
Guðmundur Þ. Jónsson
nýr formaður
Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram um
kjör stjórnar í Iðju, félagi verksmiðju-
fólks,í febrúar s.l. Guðmundur Þ. Jóns-
son var kjörinn formaður en fyrrverandi
formaður Bjarni Jakobsson laut í lægra
haldi.
Tveir listar voru í kjöri í þessari kosn-
ingu sem fram fór 14. - 15. febrúar. A-
listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs sem
bauð Guðmund fram sem formannsefni,
og B-listi Bjarna Jakobssonar.
A-listinn hlaut 604 atkvæði eða 64,5%
en B-listinn 322 atkvæði eða 34,4%, á
kjörskrá voru 2432. 937 kusu. Auðir og
ógildir seðlar voru 11.
Stjórn Iðju skipa nú þau Guðmundur
Þ. Jónsson formaður, Hildur Kjartans-
dóttir varaformaður, Una Halldórsdóttir
ritari, Sigurjón Gunnarsson gjaldkeri, og
meðstjórnendur eru þau Hannes Ólafs-
son, Ólína Halldórsdóttir og Valborg
Guðmundsdóttir.
90