Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 35

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 35
ÓLAFTJR RAFN EINARSSON: Fyrsti baráttuáratugur „Sóknar“ Þad getur verið hollt fyrir ýmsa þá, sem nú standa frammi fyrir því að heyja harða baráttu gegn þeirri fátækt og kúgun, sem ríkasta auðmannastétt íslands hefur nú komið á hjá stórum hluta alþýðu, að kynnast vel þeirri hörðu baráttu, sem brautryðjendur verkalýðssamtaka urðu að heyja. Því birtir „Réttur“ hér nú kafla úr grein Olafs Rafns Einarssonar sagnfræðings, er heitir „Þættir úr baráttu- sögu starfsstúlknafélagsins Sóknar“ og birtist sú grein í heild árið 1974 í 40 ára af- mælisriti félagsins. Hér er tekinn sá hluti er fjallar um 10 fyrstu árin. Aðalheiður Hólm var stofnandi félagsins, aðeins 18 ára að aldri, er hún ásamt 25 öðrum starfsstúlkum stofnaði „Sókn“ og var formaður hennar frá fyrsta fundi 20. júlí 1934 og allt til 1944 að því ári meðtöldu. Aðalheiður var þá gangastúlka á Landsspítalanum, ötull félagi í Kommúnistaflokki Islands. Atti hún þar sæti í fræðslu- og útbreiðslunefnd, flutti ræðu á hinum mikla samfylkingarfundi 1. maí 1936 og talaði á fleiri útifundum. Var hún síðan einn af fulltrúum á stofnþingi Sósíalistaflokksins 1938, er Kommúnistaflokkur íslands og vinstri armur Al- þýðuflokksins undir forustu Héðins Valdimarssonar og Sigfúsar Sigurhjartarson- ar sameinuðust. — Félagar í Sókn eru nú um 4000. í fyrstu stjórn Sóknar voru með Aðalheiði María Guðmundsdóttir og Marta Gísladóttir. María var ekkja, vann á Vífílstöðum sem gangastúlka, en dóttir hennar var sjúklingur á hælinu. Marta vann á röntgendeild Landsspítalans, góð- ur skipuleggjari, fróð og skemmtileg stúlka. Strax 1936 bættist Vilborg Olafs- dóttir í stjórnarhópinn og var ein af forustukonum Sóknar allt til þess hún dó, aðeins 53 ára að aldri 10. okt. 1952 og stofnaði Sókn sérstakan sjóð til minningar um hana. Aðalheiður fór til Hollands 1945, hafði gifst hollenskum manni, Wugvald Spans, og hefur búið þar síðan, en kom heim og tók þátt í 40 ára afmælishófí Sóknar og má lesa meira um hana í hinu ágæta afmælisriti Sóknar. En nú skal prentuð upp frásögn Ólafs í riti því af baráttuáratugnum. Hefst hún með tilvitn- un í „Atómstöðina“ eftir Halldór Laxness: (E.O.) 99

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.