Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 9
Eitt bandarískt
níðingsverk enn:
Flugfloti þeirra ræðst
á Líbýu 14. apríl
Reagan fyrirskipaði bandarískum herflugvélum í Englandi að ráðast á Líbýu
og fremja þar hermdarverk, myrtu um 40 manns, þ. á m. barnunga fósturdóttur
Khadafys, og særðu um 100. Herflugvélarnar flugu frá breskum flugvelli með
leyfi „járnfrúarinnar“, er þótti gerast portkona Kanans með slíku athæfi, þótti
mörgum, jafnvel íhaldssömum Bretum hún leggjast mjög lágt fyrir morðhundum
þeim, er að verki voru. Mótmæli dundu yfir frá samtökum í Nato-ríkjum, Frakk-
land bannaði að flugvélarnar færu um franska lofthelgi og Nato-ríkisstjórnir
gagnrýndu flestar aðfarirnar, sumar þó linlega, þótt Evrópuþjóðir almennt væru
reiðar þessari níðingslegu árás og fordæmdu hana.
Hroki auðvaldsklíku Bandaríkjanna á sér engin takmörk, lífí Evrópuþjóða
fínnst þeim sjálfsagt að stofna í hættu fyrir grimmdarverk sín. Illt er að eiga líf
mannkyns undir slíkum ofbeldismönnum, næstum vitfírrtum af valdahroka og
gróðagirnd.
Það fjölgar í sífellu níðingsverkum
Bandaríkjahers eftir stríð og er þetta síð-
asta hryðjuverk Kanans mjög í stíl við hin
fyrri. Skulu nokkur þeirra rifjuð upp hér:
Þjóðfrelsishreyfíngin gríska hafði frels-
að land sitt úr nasista höndum 1945. Þá
réðst breski herinn á hana og hugðist
leggja Grikkland undir sig, en gat ekki.
Þá bað hann Bandaríkjaher vinna illvirk-
•ð og tókst honum að kæfa frelsishreyf-
•ngu Grikkja í blóði og koma á herfor-
ingjaeinræði 1947.
Bandaríkin höfðu fjármagnað Frakka
til að berja niður frelsishreyfíngu Víet-
nama, en það mistókst og Frakkar urðu
að gefast upp við Dien-Bien-Phu 1954.
Nú tók Bandaríkjaher við. Hann hóf
hið níðingslega árásarstríð auðugasta rík-
is heims við eina fátækustu þjóð heims-
ins, sem var að berjast fyrir þjóðfrelsi
sínu eftir alda áþján, með því sjálfur að
skjóta eitt skip sitt í kaf, kvað Víetnama
hafa verið að verki og hóf 20 ára svívirði-
lega morðherferð gegn þjóð þeirri, sem í
sjálfstæðisyfirlýsingu sinni hafði einmitt
vísað til frelsisyfirlýsingar Bandaríkja-
manna frá 1776.120 ár lét bandaríski her-
inn meira sprengjuregn falla yfír Víetnam
en varpað var alls í heimsstyrjöldinni síð-
ari. Auk hinna gífurlegu manndrápa, er
73