Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 11

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 11
Hina varnarlausu smáeyju Grenada hertók Bandaríkaher fyrir tveim árum. Það var jafn auðvelt verk og að níðast á vopnlausu Islandi og hertaka það. — „Því bleyðiverk það kallar hver þó kúgi jötunn lítinn dverg“, orti Stephan G. um slíkt athæfi forðum. SKÝRINGAR: 1 Vér íslendingar eigum í bók Magnúsar Kjartans- sonar: „Víetnam“ (1968) stórfenglegt listaverk, er lýsir þessu einstæða stríði og hetjudáð Víet- nam-þjóðarinnar. Fór Magnús sjálfur til Víet- nam, svo hann komst persónulega í kynni við þá hetjuþjóð, er afrekið vann. Frá sigrinum 1975 er sagt í grein í „Rétti“ 1975, bls. 84—88, undir fyrirsögninni „Vonbjart- asti sigur veraldarsögunnar — og við“. 2 Lýsingu á aðförum Bandaríkjastjórnar í Guate- mala má lesa í „Rétti" 1954, í grein Ásgríms Al- bertssonar „Guatemala og Island“, bls. 3-11. í sama hefti Réttar birtist og kvæði Jakobínu Sig- urðardóttur út af Guatemala, Brást þér værð“. Hin sígilda bók um aðfarir bandarísks auð- valds í Ameríku, — af þeim, sem þýddar eru á íslensku — er bók Juan José Arevalo sem sjálfur var forseti í Guatemala í 4 ár: „Hákarlinn og sar- dínumar“, gefin út 1963 af Máli og menningu.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.