Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 30

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 30
gegn aðskilnaðarlögum. Margir atvinnurekendur og auðhringir hafa neyðst til að viðurkenna sum þessara verkalýðsfélaga og ríkisstjórnin hefur verið knúin til að staðfesta rétt svarts verkafólks til að skipuleggja sig. Fyrir hverju er svarti meirihlutinn að berjast? Mikilvægasta spurningin sem tekist er á um í Suður-Afríku í dag eru stjórnmál. Spurningin um ríkisvaldið. Petta er bar- átta fyrir þjóðfrelsi sem háð er af stórum meirihluta íbúa Suður-Afríku gegn fá- mennum, einangruðum minnihluta. Þetta er byltingarsinnuð barátta vegna þess að aðskilnaðarkerfið er svo sam- tvinnað bæði ríkisvaldinu og samfélaginu að aðeins breyting á stærð við byltingu — kollvörpun núverandi ríkisvalds — getur bundið endi á þetta ofbeldissinnaða og mannfjandsamlega kerfi. Og þetta er iýðræðisleg barátta. Fyrst og fremst er þetta barátta fyrir landi, barátta meirihlutans fyrir því að endurheimta það land sem stolið var frá honum með valdi og ofbeldi. í stefnuskrá Afríska þjóðarráðsins (ANC) sem þekkt er sem Frelsisskráin (Freedom Charter) er þess krafist að: „Landinu skal deilt meðal þeirra sem yrkja það. “ „Hömlur til eignarhalds á landi á grundvelli kynþáttamismunar skal af- nema, og öllu landi skipt upp meðal þeirra sem yrkja það, til þess að útrýma hungurs- neyð og skorti á jarðnœði. “ Baráttan gegn aðskilnaðarkerfinu snýst einnig um baráttuna fyrir frjálsu vinnu- afli. I Frelsisskránni er þessa krafist: „Allir sem vinna skulu frjálsir að því að mynda verkalýðsfélög, kjósa eigin em- bœttismenn og gera kjarasamninga við vinnuveitendur sína.“ Þetta er barátta sem snýst um að: „Karlar og konur af öllum kynþáttum skulu hljóta sömu laun fyrir sömu vinnu. “ Baráttan í Suður-Afríku er fyrir lýð- ræði og jafnrétti; fyrir einn maður, eitt at- kvæði; fyrir jafnrétti fyrir alla, án tillits til kynþáttar, litarháttar eða kynferðis; fyrir því að stjórn minnihlutans víki fyrir stjórn meirihlutans. Þetta er barátta fyrir afnámi vegabréfalaganna og allra annarra hindrana gegn réttindum til að ferðast. Þetta er barátta fyrir því að allir geti búið þar sem þeir kjósa, fyrir samskonar menntun og heilsugæslu og fyrir mann- legri sjálfsvirðingu. Suður-Afríka er ekki til í dag sem þjóð. í landinu er annarsvegar vopnað ríkisvald hins ráðandi hvíta minnihluta, og hins vegar fátækur, undirokaður meiri- hluti svartra. Svartir eru að berjast fyrir því að opna leið til þess að sameina land sitt. í Frelsisskránni er því lýst yfir: „Að Suður-Afríka tilheyrir öllum þeim sem þar búa, svörtum jafnt sem hvítum, og að engin ríkisstjórn getur með rétti gert kröfu til trausts og virðingar nema hún byggi á vilja allrar alþýðu. “ Frelsisskráin og hreyfingin sem að baki henni stendur miðar ekki að einföldum umbótum á aðskilnaðarkerfinu. Það verður að kollvarpa apartheid stórnarfar- inu, fyrr er ekki hægt að framkvæma raunverulegar breytingar í Suður-Afríku. Afríska þjóðarráðið Þegar við höfum gert okkur grein fyrir því um hvað baráttan snýst í Suður-Afríku, eigum við auðveldara með að skilja mikil- vægi þeirra samtaka sem setur kröfur Frelsisskrárinnar fram. Afríska þjóðar- 94

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.