Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 17

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 17
Landsbanki íslands 100 ára Landsbanki íslands er nú orðinn aldar- gamall, hóf starfsemi sína 1. júlí 1886 í hlaðna steinhúsinu, neðsta húsi Banka- strætis norðan megin. Verður afmælisins minnst með hátíðahöldum og útgáfu hverskonar, m.a. minningarrits. Þegar braskalda mnstaklingshyggjunn- ar reis hæst um aldamótin 1900, vildu ýmsir braskarar leggja þjóðbanka íslands niður og færa hann einstökum fésýslu- mönnum sem fórn. Þá gerðust þau tíðindi að Magnús Stephensen landshöfðingi sner- ist algerlega öndverður gegn þessu tiltæki að rífa úr höndum ríkisins eina dýrmæt- ustu eign þess — og bjargaði hann Lands- bankanum í þessari hættulegu ásókn rís- andi peningavalds. Síðan hafa stormar oft leikið um Landsbankann, hvassir stjórnmála- og kreppuvindar, en hann hefur staðið þá alla af sér, unnið stórvirki í eflingu at- vinnuveganna og er nú langstærstur og sterkastur bankanna á landi voru, næst- um jafnsterkur öllum hinum. En þess er brýn þörf að þjóðin standi vörð um þessa miklu og voldugu sameign sína, því ásókn einkabrasksins er mikil nú, svo næst gengur’trúarofsa stundum. Og peningavald einstakra auðfélaga er nú orðið meira en verið hefur nokkru sinni fyrr í sögu lands vors. A aldarafmæli Landsbanka íslands þarf þjóðin að strengja þess heit að varðveita þessa sameign þjóðarinnar, efla hana og bæta, og láta aldrei takast að svipta þjóð- ina þessari sameign sinni.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.