Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 33
Uppreisnin magnast
gegn heimsokraranum.
Forseti Perú heitir á þjóðir
Suður-Ameríku að neita að borga skuldir
Alan Garcia, forseti Perú, var í mars í heimsókn hjá foreta Argentínu og hélt
þá 14. mars ræðu á þigi Argentínu og hét á þjóðir Suður-Ameríku að sameinast
um að greiða ekki hinar erlendu skuldir. Er heimsókn hans lauk 18. mars lýsti
hann yfir því að ekki væri hægt að greiða þessar skuldir, enda allar illar og ólög-
lega til orðnar.
Fosetinn lagði áherslu á að þjóðirnar
yrðu að sameinast um að siðganga hið
hættulega tæki lánardrottnanna, Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn (IMF). — Hann rifjaði
upp sögu rómönsku Ameríku og frelsis-
baráttu þjóðanna þar, nú við alþjóðlega
auðvaldið. „En það megnar ekki að
höggva okkur í spað eða gera okkur að
þrælum.“
Áður en forseti Perú fór rituðu þeir,
Raúl Alfonsín, forseti Argentínu, og
hann undir yfirlýsingu þar sem því er lýst
yfir að vegna hinna gífurlegu skulda
Suður-Ameríku sé skuldaþrældómurinn
orðinn mesta stjórnmála- og efnahags-
vandamál þjóðarinnar í rómönsku Amer-
íku.
Ákváðu forsetarnir að halda áfram bar-
áttunni fyrir að sameina þjóðirnar í þess-
ari frelsisbaráttu.
Bolivía
borgar ekki
Utanríkisráðherra Bolivíu, Guillermo
Bedregal, lýsti því yfir í La Paz að Bolivía
myndi ekki borga eitt „sent“ í vexti til
hinna alþjóðlegu einkabanka á árinu
1986.
Samtímis réðst hann á Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn (IMF), sem er að rannsaka
fjármál Bolivíu og hefur dregið að veita
landinu lán, sem átti að vera greitt því í
febrúar.
97