Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 19

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 19
Ernst Thálmann— 100 ár Kommúnistaflokkur Þýskalands, er stofnaður var í árslok 1918, hafði misst marga sinna bestu foringja, er auðvald og Junkarar Þýskalands sneru sér að því, sumpart í samráði við Ebert ríkiskanslara, formann sósíaldemokrata, að drepa aðalforustumenn kommúnista, jafnt í Berlín sem Bayern. Rosa Luxemburg, Karl Liebknecht, Leo Jogiches o.fl. o.fl. voru myrt í janúar 1919. — Það var því stórt spor stigið áfram 1920, til að bæta upp hinn mikla missi, er Kommúnista- flokkurinn og vinstri hluti (meirihluti) Óháða sósíalistaflokksins (USPD) sam- einuðust 1920. Ernst Thálmann hafði verið félagi í USPD og varð nú brátt einn af foringjum hins sameinaða kommúnistaflokks. Hann var fæddur 16. aprfl 1886 í Hamborg og kynntist frá barnæsku kjörum fátækrar verkamannafjölskyldu, vann snemma sjálfur sem hafnarverkamaður — og baráttumaður í verkalýðshreyfingunni. Árið 1925 varð Ernst Thálmann for- maður Kommúnistaflokksins og var í framboði fyrir hann við forsetakosning- arnar 1925 og 1932, en í maí 1924 hafði hann verið kjörinn þingmaður í ríkisþing- inu. Thálmann beitti sér snemma fyrir sam- starfi verkalýðsflokkanna og því meir sem nasistahættan óx. í þingkosningun- um í nóvember 1932 fékk Kommúnista- flokkurinn tæpar 6 milljónir atkvæða, hafði bætt við sig 600 þúsundum frá kosn- ingunum í júlí s.á. Var flokkurinn þá með 17% allra kjósenda og 100 þingmenn. — En Nasistaflokkurinn hafði tapað tveim milljónum kjósenda. Þýska auðvaldið og nasistaflokkur þess óttuðust þróunina, nema gripið væri til fasistískra aðgerða. 30. janúar 1933 var Hitler gerður að ríkiskanslara og 28. janúar 1933 kveiktu nasistar í ríkisþing- húsinu, kenndu kommúnistum um og hófu hamslausar ofsóknir. Kommúnistaflokkurinn hafði strax og hættan óx um áramótin reynt að fá sósíal- demókratana til samstarfs gegn hættunni, er yfir vofði, — en það varð engu viti komið fyrir hægri foringjana. Hitler bannaði Kommúnistaflokkinn strax 28. febrúar, rauf ríkisþingið og ákvað kosningar 5. mars. í þeim fékk hinn bannaði flokkur 5 milljónir kjós- enda. En 3. mars hafði nasistunum tekist að ná Thálmann — og var hann síðan í dyfl- issum þeirra til dauðadags. Ut um alla Evrópu óx nú andstaðan gegn ógnarstjórn nasismans, sem allir 83

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.