Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 29

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 29
þeirra er einna hæst í heiminum. Ástand í þessum málum hefur versnað frá 1968. í mörgum öðrum löndum Afríku er heilsu- farsástand svartra mun betra þó að efna- hagur landanna sé mun lakari. Fjöldi lækna í Suður-Afríku er: 1 læknir á 350 hvíta íbúa. 1 læknir á 45.000 svarta íbúa. Fjöldi sjúkrahúsrúma er: 1 fyrir hverja 96 hvíta íbúa. 1 fyrir hverja 186 svarta íbúa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur áherslu á að lélegt heilbrigðisástand þel- dökkra sé bein afleiðing af kynþáttastefnu yfirvalda. Ólæsi er afar algengt meðal svartra. Enda er engin skólaskylda fyrir svarta og foreldrar eða nemendur sjálfir þurfa að greiða bæði fyrir bækur, kennslu og heimildir til að gangast undir próf. Staða svartra sem útlendinga í eigin landi kemur sennilega hvað best fram í hinu hataða vegabréfakerfi. Allir Afrí- kanar yfir sextán ára aldri, af báðum kynjum, eru skyldugir til að bera á sér vegabréf öllum stundum. í skýrslu sem Mannréttindasamtökin Amnesty Inter- natinol gáfu út í lok janúar á þessu ári kom fram að 238.000 svartir voru hand- teknir á árinu 1984 á grundvelli vega- bréfalaganna. Afnám þessa hataða kerfis hefur verið ein af aðalkröfunum sem svartir hafa sett fram í mótmælaaðgerð- um sínum undanfarna áratugi. Það kemur því ekki á óvart þó nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hafi mælt með því að vegabréfalögin verði afnumin. Sama nefnd mælti með því að því hlut- verki sem vegabréfalögunum hefur verið ætlað að tryggja, verði náð með öðrum og ’ áhrifaríkari hætti, t.d. í gegnum húseign- arkerfið. Samkvæmt því kerfi er svörtum sem hafa „þéttbýlisréttindi“ leyft að leigja sér húsnæði í þéttbýli til 99 ára. Frá árinu 1982 hefur hinsvegar aðeins 1.831 einstaklingur fengið slíkt leyfi. Fað er því greinilegt að stjórnvöld ætla sér ekki að framfylgja raunhæfum umbótum á vegabréfakerfinu af sjálfsdáðum. En það er tímasprengja byggð inní að- skilnaðarkerfið sem ógnar hvítu ráða- stéttinni í dag. Grundvöllur auðvalds- kerfisins í Suður-Afríku er vinnuafl svartra. Átta milljónir svarts verkafólks fram- leiða þann auð sem gert hefur Suður- Afríku að því iðnvædda heimsveldi sem það er í dag. Hvítir námueigendur og iðjuhöldar eru háðir ódýru vinnuafli svartra og þeir þurfa í auknum mæli á fag- lærðu verkafólki að halda. Afleiðing þessa hefur verið sú að svartir hafa sest að í þéttbýli. Vandamálið sem stjórnarfar hvítra hefur staðið frammi fyrir í sókn sinni eftir algerum yfirráðum, hefur verið að tryggja stjórn og eftirlit með borgun- um. Stjórnvöld hafa því leitast við að halda í efnahagslega ávinninga með því að viðhalda stórri verkalýðsstétt svartra og á sama tíma að útrýma þeim pólitísku ókostum sem henni fylgja. En með vaxandi þéttbýlismyndun hef- ur svörtum einnig tekist að yfirvinna inn- byrðis uppskiptingu milli ættbálka, tungumála og landsvæða, sem eru ennþá lykilþættir í þeirri stjórnlist hvítu ráða- stéttarinnar að deila og drottna. Nánara bandalag hefur einnig myndast milli lit- aðra, Indverja og Afríkana. Mörg hundruð þúsund svarts verka- fólks tilheyrir nú sjálfstæðum verkalýðs- félögum. Pau hafa ítrekað farið í verkfall fyrir hærri launum og til þess að hljóta viðurkenningu hjá atvinnurekendum. Þau hafa einnig í vaxandi mæli gripið til að- gerða til að mótmæla ofbeldi lögreglu og 93

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.