Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 7

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 7
tregöu borgaryfirvalda hafa vakið hneyksl- un margra. Skömmtunarseðlarnir komu til vegna skilningsskorts borgaryfirvalda. Fingraför lærisveinanna Niðurlægingarstefna ríkisstjórnarinnar hefur innleitt fátækt á ný í landið. Félags- málastofnanir landsins hafa þurft að grípa inn í og milda áhrifin af veikum mætti. Keðjuverkandi áhrif niðurlægingarstefn- unnar eru svo augljós. T.d. má nefna að erfiðum barnaverndarmálum hefur fjölg- að verulega, hjónaskilnaðir aukist og sjálfsmorðstíðni tvöfaldast. Frjálshyggjan skilur eftir stór og varan- leg sár. Fólk var tilbúið til þess að leggja töluvert á sig til að ná niður verðbólg- unni. En þegar í ljós kom að aðeins hluti þjóðarinnar átti að herða sultarólina — hinir þurftu ekkert á sig að leggja, öðru nær, fóru að renna á fólk tvær grímur. Dregið er úr allri félagslegri þjónustu og félagslegri uppbyggingu í landinu. Og fingraförin sjást víðar. Sjúklingaskattur- inn, 2-300% hækkun á læknis- og lyfja- kostnaði, einkaskólinn í Reykjavík, út- boð á heilsugæslu. Allt miðar að því að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fá- tækari. Það þarf að stöðva frjálshyggjuna áður en enn ein hagfræðikenning Fried- manns, kenningin um „hæfilegt atvinnu- leysi“ til að ná niður verðbólgu, verður prófuð hér. Fingraför Davíös Borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- manna gerði svo illt verra. Fyrstu verkin voru að lækka fasteignagjöld. Venjulegur íbúðareigandi fékk kr. 500 í sinn hlut en sá sem átti gott einbýlishús fékk 2.500 kr. ril að mæta þessari tekjulækkun borgar- sjóðs var gripið til þess ráðs að hækka þjónustugjöldin langt umfram verðbólgu. Strætisvagnafargjöld hækkuðu um 45% og veruleg hækkun varð á hita, rafmagni, aðgangseyri að sundstöðum og skírtein- um Borgarbókasafns. Þessar þjónustu- hækkanir komu auðvitað verst niður á þeim sem minnst áttu. Tilraunir okkar Alþýðubandalagsmanna í borgarsjórn til að milda þessar aðgerðir, t.d. með því að krefjast verulegs afsláttar á fargjöldum SVR fyrir skólafólk sérstaklega voru miskunnarlaust eyðilagðar. Ekki vegna fjárskorts borgarinnar. Borgarsjóður var ríkur eins og risinn í fjallinu. Það sést best á því að á sama tíma var ekkert mál að kaupa jörð af þekktri sjálfstæðisfjöl- skyldu á 60 milljónir. Jörð sem borgin þarf e.t.v. að nota á næstu öld. E.t.v. aldrei. En eigendurnir fyrrverandi fá að halda öllum sínum rétti óbreyttum í 25 ár. Fátæktin illræmda hefur því haldið inn- reið sína fyrir sameiginlegt átak frjáls- hyggjumanna á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur. Að hafa góöan málstað Umræðan um fátæktina hefur komið illa við íhaldið. Slík umræða er slæm svona rétt fyrir kosningar. Morgunblaðið hefur af veikum mætti reynt að koma því inn hjá fólki að velferðarkerfið sé með miklum ágætum í Reykjavík, af því að þar hafi sjálfstæðismenn ráðið ríkjum í 54 ár að undanskildum árunum 1978-82 auðvitað. Þess vegna sé ekki hægt að saka þann flokk um „mannvonsku eða grimmd". Hið sanna í málinu er að það félagslega velferðarkerfi sem hér er, komst á þrátt fyrir áralangt ofurvald 71

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.