Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 4

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 4
En fyrir þessar 2.790 kr. á viku á 4ra manna fjölskylda að kaupa mat, föt, hreinlætis- og snyrtivörur, greiða afnota- gjald af útvarpi og sjónvarpi, síma, ferða- kostnað o.s.frv. Leikhús, bíó og böll eru fyrir aðra. Sultarólin Þegar kjaraskerðingarnar dundu yfir sumarið 1983 fluttum við Alþýðubanda- lagsmenn í borgarstjórn tillögu sem mið- aði að því að skerðingin næði ekki til þess hóps sem þarf á aðstoð félagsmálastofn- unar að halda. En viðmiðunin sem notuð er er kaup Dagsbrúnarverkamanna. (Fjögurra manna fjölskylda á að geta lif- að af daglaunum Dagsbrúnarverka- manns.) Launafólk almennt átti að herða sultarólina í því skyni að greiða niður verðbólguna. En hópurinn sem fær að- stoð gat ekki hert sultarólina. Ó1 þeirra var þegar í innsta gati. Þess vegna lögðum við til að dýrtíðarbætur héldu áfram að bætast ofan á viðmiðunarkvarðann. Þessu hafnaði meirihluti Sjálfstæðis- manna að sjálfsögðu. Viðmiðunarkvarðinn Árið 1982 lagði félagsmálastjórinn í Reykjavík fram tillögu um breyttan við- miðunarkvarða. Um 90% þeirra sem fá aðstoð hefðu notið góðs af þessari breyt- ingu. Tillagan gengur m.a. út á það að breyta viðmiðuninni um meðalstærð fjöl- skyldu úr fjórum í þrjá, en slík tala er nær því að vera rétt nú. Þetta myndi rýmka rétt til aðstoðar, en 7-10 milljónir í slíkt er ekki góð fjárfesting í tilefni 200 ára af- mælis Reykjavíkurborgar. Slíkt verður ekki gaman að sýna gestunum sem búið er að bjóða í mikla veislu nú í sumar. Inn- lendir og erlendir gestir fá að sjá Tækni- sýningu sem kostar ca. 25 milljónir, veisl- uborð í Austurstræti o.fl. o.fl. skemmti- legt. Eins og allir vita duga dagvinnulaun Dagsbrúnarverkamanna engan veginn til framfærslu fjögurra manna fjölskyldu. Pessi úrelti viðmiðunarkvarði gerir það að verkum að mun færri fá aðstoð en þurfa, en hann hefur einnig haft í för með sér verulega aukið álag á starfsmenn fé- lagsmálastofnunar, því fólk þarf stöðugt að leita eftir aukagreiðslum vegna nauð- synlegra útgjalda sinna. Breytingin á kvarðanum var rædd aftur og aftur í fé- lagsmálaráði. Meirihluti Sjálfstæðismanna bað um útreikninga á því hvað þetta myndi nú kosta borgina. Eftir alla umræðuna var niðurstaðan loks sú að við fjárhagsáætlun 1986 var ákveðið að breyting væri ekki tímabær. Úrelti viðmiðunarkvarðinn skyldi gilda áfram. Breytingin gat kostað 7-10 milljónir á ársgrundvelli. Á kosn- ingaári þarf að eyða peningum skattborg- aranna í eitthvað áþreifanlegt eins og öndvegissúlur t.d. en ekki í eitthvað sem enginn sér, eins og það að tryggja fólki, sem vegna veikinda eða annarra erfið- leika þarf á aðstoð að halda, mannsæm- andi kjör. Fátæktin Dagana 13. - 15. mars s.l. var haldin ráðstefna í Reykjavík sem bar yfirskrift- ina „Fátækt á íslandi?“ Fyrir þeirri ráð- stefnu stóðu félagsmálastjórar landsins. Það fyrsta sem vakti athygli var að hægri borgarfulltrúar og þingmenn sáust alls ekki, þrátt fyrir að þeir væru sérstaklega boðaðir. Ekki einn. Það eitt segir sína sögu. Á ráðstefnunni kom fram að telja megi að 25% íslenskra fjölskyldna séu undir 68

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.