Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 32
íku og meðal þúsunda ungs fólks sem
flýði úr landi til að forðast blóðbað
stjórnvalda. Afríska þjóðarráðinu hefur
á þennan hátt tekist að styrkja tengsl sín
við fjöldahreyfinguna betur en nokkru
sinni fyrr. ANC hefur einnig styrkst
vegna hnignunar Samafríkuráðsins
(PAC). Pau samtök komu til sem klofn-
ingshópur úr ANC í lok fimmta áratugs-
ins og þau voru bönnuð samhliða ANC
árið 1960.
Þó Samafríkuráðið hafi ennþá dipló-
matíska viðurkenningu erlendis í dag og
njóti einhvers álits og stuðnings í Suður-
Afríku hefur það í meginatriðum litla
sem enga starfsemi innanlands.
Afríska þjóðarráðinu hefur einnig tek-
ist að fylla það tómarúm sem skapaðist
við upplausn hinnar upphaflegu hreyfing-
ar sem nefndi sig Svört Meðvitund um
miðjan og í lok síðasta áratugs. Nokkur
samtök halda þó enn tryggð við þessa
hefð í landinu í dag.
Samhliða því sem stuðningur við Frels-
isskrána hefur breiðst út til fleiri samtaka,
hefur Afríska þjóðarráðið komið fram
sem helstu og langvinsælustu pólitísku
samtökin í landinu.
Þetta hefur komið fram í endurteknum
yfirlýsingum m.a. leiðtoga Sameinuðu
lýðræðisfylkingarinnar (UDF), sem er
stærsta bandalag samtaka sem skipuleggja
baráttuna í Suður-Afríku, um stuðning
við ANC, á pólitískum fundum, í jarðar-
förum og öðrum fjöldaaðgerðum. Einnig
í þeim fjölda skoðanakannana sem gerð-
ar hafa verið meðal svartra af fjölmiðlum
og stofnunum bæði í Suður-Afríku og er-
lendis. Kjörorðið ANC um að „gera ap-
artheid óstarfhæft og gera landið óstjórn-
hæft“, hlýtur sívaxandi hljómgrunn með-
al virkra baráttumanna um alla Suður-
Afríku í dag. Og síðast en ekki síst hefur
þetta komið fram í þeim mikla stuðningi
sem krafan um að Nelson Mandela, leið-
togi Afríska þjóðarráðsins og aðrir pólit-
ískir fangar verði leystir úr fangelsi.
Afríska þjóðarráðið hefur áunnið sér
stöðu sem framvörður baráttunnar fyrir
hinni þjóðlegu lýðræðisbyltingu í Suður-
Afríku. Pað er nú viðurkennt, bæði innan
landsins og erlendis sem lögmætur fulltrúi
hins undirokaða svarta meirihluta og allra
þeirra í Suður-Afríku sem aðhyllast af-
nám apartheid.
Pað er mikilvægt að við gerum okkur
grein fyrir mikilvægi núverandi upp-
sveiflu í baráttunni í Suður-Afriku, vegna
þess að þetta er ekki eitthvað fyrirbæri
sem er hér í dag en hverfur á morgun.
Samstöðuhreyfingin sem barátta svarta
meirihlutans hefur vakið um allan heim
er svo víðtæk að engin ríkisstjórn getur
lengur lýst yfir stuðningi við ríkisstjórn
Botha.
Jafnvel Reagan hefur verið knúinn til
að lýsa yfir viðskiptaþvingunum á Suður-
Afríku, þó Desmond Tutu biskup hafi
réttilega lýst því yfir að áhrif þeirra væru
ekki einu sinni mýbit gegn apartheid. En
sú staðreynd að Regan varð að lýsa þeim
yfir er mikilvægur sigur fyrir baráttuna
gegn apartheid. Með þeim var stigið enn
eitt skrefið til þess að gera apartheid-
stjórnina að alþjóðlegum útlaga sem hún
ætti að vera.
Það er mikið í húfi i Suður-Afríku og
það mun kosta mikla og fórnfreka baráttu
fyrir svarta meirihlutann að kollvarpa að-
skilnaðarstjórnarfari hvítu ráðastéttar-
innar. Samtök sem styðja svarta meiri-
hlutann í öðrum löndum verða að leggja
sitt lóð á vogarskálarnar, með því að
krefjast þess að ríkisstjórnir hvers ríkis
slíti öllum tengslum við aðskilnaðar-
stjórnina í Suður-Afríku.
96