Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 40
höfðu komið frá stjórnarnefnd ríkisspítal- anna. Gerðu félagskonur athugasemd við tvær greinar samningsins og var samþykkt að fela stjórn félagsins að fullgera samn- inginn við ríkisspítalana. Voru þeir undir- ritaðir 2. nóvember. 1 samningnum eru m. a. að finna ákvæði um að lágmarks- kaup skyldi vera 75. kr. á mánuði frá 1. apríl til 1. okt. en frá 1. okt. til 1. apríl krónur 50. F>að skyldi teljast eftirvinna er færi fram yfir 10 stundir á dag. Stúlkur er byggju á spítölunum skyldu hafa ókeypis fæði, húsnæði, ljós og hita, en þær sem byggju úti í bæ fengju 25 krónur í húsa- leigupeninga á mánuði. Stúlkur sem ynnu í þvottahúsum fengju 5 kr. fyrir vinnuföt á mánuði, en aðrar fengju ókeypis vinnu- föt, hreinlætisvörur og rúmföt. Eftirvinna taldist vera 2 stundir og skyldi greiða 1 kr. fyrir hverja eftirvinnustund. í samningn- um var ákvæði um sumarfrí. Þær sem unnið höfðu 3-6 mánuði fengu 7 daga á fullu kaupi og 2 kr. á dag í fæðispeninga, en þær sem hefðu unnið 6 mánuði eða meira fengu 14 daga. Mjög merk ákvæði voru um veikindadaga. Pær sem unnið höfðu meira en 3 mánuði töldust fastafólk og fengu þær stúlkur sem unnið höfðu 3-6 mánuði 1 mánaðar veikindadaga á fullu kaupi en þær sem unnið höfðu 6 mánuði eða lengur fengu einn og hálfan mánuð á fullu kaupi. Fastafólk fékk á meðan ókeypis læknishjálp, lyf og ókeypis fæði á meðan á veikindadögum stóð. Þegar þessi fyrsti samningur er skoðað- ur er augljóst að hvað kröfur snertir þá hafi stúlkur aðeins náð að skjalfesta sem lágmarkskaup, þau Iaun er þá voru al- menn á ríkisspítölunum. Aftur á móti hefur félaginu tekist að ná fram mjög mikilvægum hlunnindum og réttindum og eru ákvæðin um veikindadaga einsdæmi á þessum tíma. Gátu starfsstúlkur því verið ánægðar með þessa fyrstu samn- inga, en það mikilvægasta var að félagið hafði með þeim fengið viðurkenningu fyr- ir samningsrétti og skjalfestan samning sem beita mætti til að knýja aðra atvinnu- rekendur til að fara eftir. En þó samning- ar hefðu tekist, þá tók það næstu mánuði og ár að fá einstaka aðila til að virða samningsákvæðin og einkum streittust at- vinnurekendur við að standa í skilum með eftirvinnugreiðslur. Þessir samning- ar voru síðan í gildi þar til félagið sagði þeim upp á félagsfundi þann 24. okt. 1940 eða í 5 ár, en þess ber að geta að verðlag var á þeim árum stöðugra en nú. Sókn gengur í ASÍ Á tímabilinu frá 1916-42 var Alþýðu- sambandið og Alþýðuflokkurinn skipu- lagslega ein heild. Hafði sambandið þau ákvæði í lögum frá haustinu 1930 að til að hafa seturétt á ASÍ þingum þá yrðu menn að samþykkja stefnuskrá Alþýðuflokks- ins. Þetta ákvæði varð þess m. a. valdandi að stofnaður var Kommúnistaflokkur ís- lands haustið 1930 og á næstu árum var mikill ágreiningur í verkalýðsfélögunum, um þáttöku í ASÍ. Þessi ágreiningur kem- ur einnig fram innan Sóknar og virðast sumar róttækari stúlkurnar andvígar inn- göngu í ASÍ. Er um þetta deilt á nokkrum fundum. Þann 5. júní 1935 kemur upp umræða á félagsfundi um launakjör stúlkna á Elliheimilinu, en þær höfðu aðeins 50 krónur á mánuði yfir sumarið en 40 krónur yfir vetrarmánuðina. Stjórn félagsins hafði gengið á fund forstjóra Elliheimilisins til að reyna að knýja fram hækkun. „En er formaður Sóknar kom með bréfið á fund forstjóra Elliheimilisins svaraði hann illu einu og endaði með því 104

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.