Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 47

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 47
samnings verið lengd við ríkisspítalana með samningi 20. maí 1944. Nokkur hug- ur virðist hafa verið í félagskonum á aðal- fundi í lýðveldismánuðinum því rætt var um að nú yrði að fá starfsstúlkurnar á Landakoti í félagið, halda skyldi 10 ára afmælisfagnað (sem ekki varð) og loks var samþykkt mikil breyting á lögum fé- lagsins til samræmis við vinnulöggjöfina frá 1938 og breyttar aðstæður. Hefur ef- laust vantað ákvæði um trúnaðarmanna- ráð í lögin, en kosnir höfðu verið trúnað- armenn á vinnustöðum félagsins allt frá árinu 1941. Um haustið eru tveir fundir haldnir m.a. til að kjósa á ASÍ-þing og einnig var stjórn og trúnaðarráði falið að ná samkomulagi við stjórnir ríkisspítal- anna um hækkun og samræmingu á kaup- gjaldi en segja ella upp samningum. Á 41. fundi í des. 1944 er enn rætt um endur- skoðun samningsins og nauðsyn kaup- hækkana. En eftir þennan fund er eyða í fundargerðabók félagsins. Varðveist hef- ur samningur undirritaður 19. jan. 1945 við ríkisspítalana og frá 27. febrúar við Elliheimilið og undirritar Aðalheiður þá. Næsti bókaði fundur er númer 43 og var haldinn 12. sept. 1946. Má telja líklegt að 42. fundurinn hafi verið aðalfundur ársins 1946 en enginn fundur hafi verið haldinn árið 1945. Árið 1946 er Vilborg Ólafs- dóttir orðin formaður félagsins en í fund- argerð þar sem hennar er minnst 1952 er sagt að hún hafi orðið formaður 1945. Liggur næst að álykta sem svo að hinn ötuli forystumaður félagsins fyrstu 10 árin Aðalheiður Hólm sem kjörin var for- maður í 11. sinn á aðalfundi 1944 hafi far- ið til Hollands á fyrri hluta árs 1945 (strax að stríðinu loknu sbr. viðtal) og þá hafi frumkvæðið skort hjá þeim sem eftir voru til að kalla saman aðalfund, þar til árið 1946. Ljóst er, að á stríðsárunum hafi meira af verkefnum félagsins færst yfir á stjórn og trúnaðarráð og því hafi fundir og virkni félgsmanna minnkað. Pessi þróun hafi átt sinn þátt í deyfðinni. En á þessu varð breyting haustið 1946. Samningur sá sem varðveist hefur í skjalamöppu félgsins og undirritaður var í ársbyrjun 1945 ber með sér, að þá hafi Sókn verið búin að ná 48 stunda vinnu- viku og lágmarkskaup var 130 kr. á mán- uði fyrstu 6 mánuðina en eftir 1 árs starf krónur 150 eða helmingi hærra en sumar- kaupið 1935. Sama kaup gilti allt árið en nú voru í samningi (og líklega frá því 10. nóv. 1942) ákvæði um 50% álag á eftir- vinnu og 100% á vinnu umfram 60 stundir á viku. Þá var í 5. gr. ákvæði um dýrtíð- aruppbót á allt kaup, svo og fæðis-, hús- næðis- og fatapeninga. Þessi samningur gilti út árið 1945 en líklega hefur nýr samningur ekki verið gerður fyrr en 16. jan. 1947, enda dýrtíðarvísitala kaup- gjaldsnefndar haldið kaupmættinum nokkuð í horfinu. Þegar bornir eru saman samningarnir frá 1935 og 1945 sést að bar- átta félagsins þann áratug sem Aðalheið- ur Hólm hafði forystu á hendi hefur verið árangurssrík og það var sannarlega mikill missir fyrir Starfsstúlknafélagið Sókn og raunar verkalýðshreyfinguna í heild að slíkur afburða brautryðjandi lét af störfum. En með Aðalheiði hafði starfað sterkur og ötull hópur sem nú varð að taka við forystunni og velja sér nýjan formann. 111

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.