Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 13

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 13
aldrei barist erlendis. Með einni undan- tekningu, hemámi Napóleons um 1800, hafa þeir líka komist hjá árásum annarra þjóða. Aðeins einu sinni, 1847 urðu skammvinn innanlandsátök milli kaþólikka og mótmælenda. Þar með eru hernaðarátök Svisslendinga upp talin í nærri 5 aldir. Það er ekki að ástæðulausu, að hugur- inn leitar til Sviss, þegar rætt er um utan- ríkisstefnu íslendinga. Árið 1918, þegar við fengum sjálfstæði, lýstum við yfir ævarandi hlutleysi í átökum erlendra þjóða, og fyrirmyndin var sams konar yfirlýsing Svisslendinga. Við neituðum Þjóðverjum um ítök hér á landi á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina, og við mót- mæltum hernámi Breta. En þar með var úthald okkar búið. Stefnufesta okkar stóð ekki nema tæpan aldarfjórðung í saman- burði við þær fimm aldir, sem Svisslend- ingar hafa þraukað með frábærum árangri. En aldrei í sögunni hefur þessi stefna ver- ið þeim meira virði en nú. Sú grundvallar- regla að ögra engum erlendum aðilum hefur nú margfalt gildi, þegar eldflaugar og kjarnorkuvopn eru komin til sögu. Svisslendingum er ljósara en nokkru sinni fyrr, hvað það er nauðsynlegt að greina á milli árrásarvopna og varnarviðbúnaðar. En í barnaskap okkar lögðum við þessa yfirlýstu hlutleysistefnu fyrir róða, ein- mitt á sama tíma og hún hafði fengið nýtt og æðra gildi með tilkomu hinna ægilegu árásarvopna. í grennd við mesta þéttbýli landsins höfum við komið upp herstöð, þaðan sem flugvélum með kjarnorku- vopn er unnt að fara í leiðangra, til þess að granda kafbátum og öðrum skotmörk- um á vettvangi utan landsins. Þessi her- stöð og aðrar sem henni þjóna á landinu er þannig klassiskt dæmi um árásarundir- búning, sem beinlínis freistar hugsanlegs óvinar til þess að verða fyrri til, þó ekki væri nema af ímynduðum ótta. Hafi slík stefna verið óhyggileg á árunum fyrir kjarnorkusprengju, þá er hún hreinasta brjálæði nú á tímum. Svona gæfulausir hafa íslenskir stjórnmálamenn verið síð- ustu árin. Og það er ekki ófyrirsynju, að við beinum nú athyglinni að óhappadeg- inum 30. mars 1949, þegar íslendingar gengu í hernaðarbandalag í fyrsta sinn í sögu sinni. Það var sannarlega í stíl við síðari framvindu, að einmitt þann dag var íslenskum borgurum stefnt í Alþingishús- ið og þaðan út á Austurvöll til þess að berja á löndum sínum, sem úti fyrir stóðu og mótmæltu gerræðinu. Þarna var bók- staflega efnt til bræðravíga. Þó að tára- gassprengjum og kylfum hafi ekki síðan verið beitt eins mikið og þá í átökum um friðarstefnu og hlutleysi á íslandi, þá hef- ur í vissum skilningi ríkt hér borgarastyrj- öld frá þeim degi. í stað þess að einbeita sér að því að koma hér á þjóðfélagsskip- an, sem tryggi okkur velmegun, öryggi og frið, hefur mikið af pólitískri orku farið í að takast á um grundvallaratriði utanrík- isstefnunnar. í stjórnarmyndunarvið- ræðum hefur flest snúist um það að treysta framtíð herstöðvanna fremur en að hlúa að íslenskri menningu, tryggja gróða hermangsfélaganna í stað mannsæmandi lífskjara. Heilir stjórn- málaflokkar hafa verið keyptir, banda- rísku fjármagni skákað eftir pólitískum hentugleikum frá einu skipafélaginu til annars, milli íslenskra fyrirtækja á vegum þessa flokksins eða hins, frá einum litlum Marcosi til annars lítils Marcosar. Flokk- ar sjá sér hag í því að fullvissa setuliðið um fylgi sitt til þess að útiloka aðra keppi- nauta um kjörfylgi frá stjórnarþátttöku og sitja sem lengst að kjötkötlum herset- unnar. Hernámsstefnan er þannig orðin skiptimynt til þess að efla völd og að- 77

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.