Réttur


Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 37

Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 37
verkalýðsfélög stofnuð, bæði staðbundin félög og félög í nýjum litlum atvinnu- greinum. í miðju umróti stéttabaráttunn- ar á fjórða áratugnum skaut Starfsstúlkna- félagið Sókn upp kollinum og tók að hasla sér völl í réttindabaráttunni. Ekki er hægt að slá föstu hvar, hvenær og hvernig hugmyndin um stofnun félagsins hefur mótast, hver hafi átt frumhugmynd- ina að stofnun Sóknar. En þegar blaðað er í elstu gjörðabók félagsins þá beinast spjótin strax að tveim konum, þeim Aðal- heiði Hólm og Maríu Guðmundsdóttur. Stofnfundurinn 20. júlí í stofnfundargerðinni segir svo: „Pví næst talaði Vilborg Björnsdóttir og minnt- ist hún á kröfu þá um kauphækkun er starfsstúlkur á sjúkrahúsunum Landspít- alanum, Vífilstöðum og Kleppi höfðu far- ið fram á í maí s.l. og hvatti hún eindreg- ið til þess að félagið sendi nefnd á fund landlæknis, þar sem kaupkröfuskjalið myndi vera í hans vörslu. Nefndin skyldi fara fram á það við landlækni að hann yndi bráðan bug að því að koma þeirri kröfu í framkvæmd.“ Nokkur blaðaskrif höfðu orðið í Reykjavíkurblöðunum um þessa kaupkröfu, en ljóst er að kaup- kröfuskjalinu hefur verið stungið undir stól. Má álykta sem svo að starfsstúlkur hafi verið farið að lengja eftir svari og því talið rétt að mynda félagsskap til að fylgja eftir kröfum sínum. Pað kann að skýra það að félagsstofnunin á sér stað um hásumar, sem annars er ekki tími blómlegs félagsstarfs. Líklegt má telja að Vilborg Björnsdóttir hafi átti aðild að kaupkröfumálinu því hún er sú eina er minnist á það á stofnfundinum. Pað voru 26 stúlkur frá Landspítalan- um, Vífilstöðum, Laugarnesspítala og Kleppi sem sóttu stofnfundinn og var María Guðmundsdóttir kjörin fundar- stjóri en Aðalheiður Hólm skráir fyrstu fundargerðina. María kynnti drög að lögum félagsins, en frestað var afgreiðslu þeirra til framhaldsstofnfundar, en Aðal- heiður lýsti tilganginum með félagsstofn- un og skýrði frá undirbúningi að henni. í aðalstjórn voru kjörnar: Aðalheiður Hólm formaður, María Guðmunsdóttir ritari og Marta Gísladóttir gjaldkeri og var þessari stjórn falið að ganga á fund landlæknis. Það var aftur á móti ekki fyrr en á fjórða fundi sem kjörin var vara- stjórn en hana skipuðu: Vilborg Ólafs- dóttir varaformaður, Laufey Magnúsdótt- ir vararitari og Jóna Sveinsdóttir vara- gjaldkeri. Mánuði síðar eða 20. ágúst var haldinn framhaldsstofnfundur. Pá hafði stjórnin gengið á fund landlæknis og skýrði María frá því að hann hefði verið þeim hlynntur, en að ekkert yrði gert fyrr en landspítalanefnd kæmi saman. Aðalheið- ur kynnti lög félagsins sem voru sam- þykkt en þar segir í 2. gr. „tilgangur fé- lagsins er að gæta hagsmuna starfsstúlkna á sjúkrahúsum, bæta kjör þeirra, auka menningu þeirra og þroska.“ í 3. gr. „Rétt til inngöngu í félagið hafa allar þær stúlkur er vinna við matreiðslu, þvotta, hreingerningar og saumastörf.“ Umræður á fyrstu fundunum bera með sér að aðal- verksvið félagsins væri að sinna kjaramál- um starfsstúlkna á sjúkrahúsum og mikil áhersla lögð á það að ná þeim öllum inn í félagið. En einnig kemur skýrt fram að fyrir stofnendunum vakir að ná „líka öllum vistráðnum stúlkum“ inn í félagið. Brautryðjendurnir setja augljóslega markið hátt, þegar við stofnun og var 101

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.