Réttur - 01.04.1986, Blaðsíða 3
GUÐRIJN ÁGIJSTSDÓTTIR:
Land tækifæranna
— borg fátæktarinnar
Sú umræða sem átt hefur sér stað að undanförnu um fátækt hefur verið býsna
fróðleg og varpað Ijósi á raunverulegt ástand margra fjölskyldna — ástand sem
mörgum finnst þægilegra að tala sem minnst um — halda í skugganum.
Gamli og nýi Sjálfstæðis-
flokkurinn
Gamli Sjálfstæðisflokkurinn sá að nauð-
synleg væri einhver lágmarks samfélags-
aðstoð við þá sem verr eru settir á hverj-
um tíma. Það félagslega kerfi sem við nú
búum við er að vísu til komið vegna þess
að vinstri menn í þessu landi í pólitískum
flokkum og í verkalýðshreyfingunni börð-
ust áratugum saman fyrir þeim lagfæring-
um sem þó komust í gegn. Petta félags-
lega kerfi fékk lengi vel að standa meira
og minna óáreitt. Sjálfstæðisflokkurinn
treysti sér ekki til að afnema það, þegar
hann var við völd. En nú hefur orðið tölu-
verð breyting. ísland hefur í tíð núver-
andi ríkisstjórnar verið gert að tilrauna-
svæði fyrir kenningar Friedmans, því læri-
sveinar hans hér á landi hafa náð yfir-
höndinni í Sjálfstæðisflokknum.
Við munum öll hvað gerðist strax eftir
að núverandi ríkisstjórn tók við völdum
vorið 1983. Frjálsir samningar verkalýðs-
félaganna voru bannaðir og verðbætur á
laun afnumdar með þeim afleiðingum að
25-30% kaupmáttarrýrnun er staðreynd.
Afleiðingarnar létu ekki á sér standa.
Mun fleira fólk leitaði nú eftir aðstoð fé-
lagsmálastofnana en áður.
Fjöldi skjólstæðinga
Um áramótin 1983-4 bað ég um
samanburð á fjölda þeirra sem leituðu að-
stoðar Félagsmálastofnunar Reykjavík-
urborgar í september og október 1983
miðað við sömu mánuði 1982. í ljós kom
að aukningin var um 65%. Stærsti hluti
þessara nýju beiðna kom frá einstæðum
mæðrum.
Fjórða hver einstæð móðir fær nú að-
stoð Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar. En einungis hluti þeirra sem
sækir um fær aðstoð m.a. vegna þess að
sú viðmiðun sem nú er notuð til að meta
hvort fólk á rétt á aðstoð eða ekki er afar
lág. Fjögurra manna fjölskylda sem hefur
yfir 2.790 kr. á viku að frádregnum kostn-
aði við húsnæði, skatta og dagvistun
barna fær ekki aðstoð, nema við alveg
sérstakar aðstæður.
67