Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 13
Jóhannes úr Kötlum
KONAN, MENNINGIN OG
FRIÐURINN
„Þessi ríki og þessa dýrð læt ég þig
ekki eyðileggja fyrir börnunum okkar”
Sunnudaginn 10. mars 1963 kl. 4 síðdegis flutti Jóhannes úr Kötlum erindi i Alþýðu-
húsinu á Akureyri, er hann nefndi „Konan, menningin og friðurinn.11 Var það fyrir for-
göngu Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna (MFÍK), Akureyrardeildarinnar
og var tengt baráttudegi kvenna, 8. mars. Þessi deild hafði verið stofnuð 1956. For-
maður var Sigriður Þorsteinsdóttir, varaformaður Soffía Guðmundsdóttir og Þórhalla
Steinsdóttir ritari. Guðrún Guðvarðardóttir hafði haft samband við Jóhannes í Reykja-
vík um flutning þessa erindis strax 1961. En nú, 1963, kvaðst Jóhannes loks reiðubú-
inn að gera þessu máli skil. Vakti erindi hans mikla hrifningu. Um 80 manns voru á
fundinum, Sigríður var fundarstjóri, en Soffía flutti ávarp i upphafi fundar, en Guð-
rún flutti síðan ræðu um ísland og Efnahagsbandalagið. Síðastur talaði svo Jóhannes
og hefur Réttur nú fengið leyfi til að birta þetta erindi.
Jóhannes kom alls fimm sinnum fram
opinberlega þá þrjá daga, er hann dvaldi
á Akureyri: Flutti ræðu á laugardags-
kvöld á árshátíð Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar, sunnudaginn hjá MFÍK, sunnu-
dagskvöldið hjá Stúdentafélagi Akureyr-
ar og á mánudag tvívegis í Menntaskól-
anum. Flutti hann þar ræðu um „Vanda-
mál skáldskapar á okkar timum“ og varð
nokkur gustur af. i skólablaðinu „Mun-
inn“ í maí ’63 (4. tbl.) birtist grein: „Hug-
leiðingar eftir Sal“ út af fundi þeim, und-
irrituð R. (Rögnvaldur Hannesson). Mun
þessi koma Jóhannesar hafa orðið til að
vekja róttæka öldu í skólanum þá.
Erindið: „Konan, menningin og frið-
urinn“ fer hér á eftir:
157