Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 43
fangabúðavistar hjá Stalín að baki og Síberíuút-
legð framundan, Banicza lenti í Mauthausen-
fangabúðum nasista, en er nú 1. sendiráðsritari
ungverska sendiráðsins í Moskvu.
Þau meistaralegu rcikningsskil, sem fram fara,
sú skarpa skilgreining á því hvernig aðstæðurnar
móta manninn, lýsing á því hvernig hugsjónin
og embættisaðstaðan berst í hug Banicza, —
allt á þetta erindi til allra sósíalista, sem vilja
vera á verði, svo þær misgjörðir og sorglcikir,
er forðum gerðust, endurtaki sig ekki — máske
í annarri mynd.
Lengyel skapar ekki aðeins aðstæður — pcr-
sónur — ógleymanleg samtöl, — hann skilgrein-
ir líka orsakir: spillingu valdsins, — hvernig
ríkisvaldið sogar til sín og umskapar menn og
samtök, ef ekki er vcrið á verði. Hann er einn
sósíalistískra höfunda um þá dirfsku og list að
valda þessu viðkvæma efni lislrænt og pólitískt.
Þetta er því meira afrek sem maður sér hve
hrapallega öðrum aðilum ferst að taka á þessum
málum: Annars vegar er Solzenytsin, mikið
skáld ,sem þolir svipaðar raunir og Lengyel, en
ærist svo pólitískt ,er hann fcr að skrifa sem
„stjórnmálamaður“ um hlutina, reynist ófær til
allrar skilgreiningar og sekkur niður á það stig
að vera notaður sem handbendi og áróðursmað-
ur fyrir svartasta afturhald heims, nýkomið út
úr grimmdarlegustu misþyrmingum og múgmorð-
um nútímans. Og hins vegar eru svo tveir vold-
ugustu og sterkustu kommúnistaflokkar heims,
sem hvorugur megnar eða þorir að taka marx-
istískt á misgjörðum Stalínstímabilsins, annar
reynir að þegja þau mál í hel, en hinn hefur
Stalín enn til skýjanna!
X--X---X
Jozsef Lengyel hefur sem maður, skáld ogmlirx-
isti gert sósíalista heims, ef þeir kunna að nota
verk hans rétt, færari um að rata út úr mótsetn-
ingum þeim sem hugsjón þeirra og hreyfing hef-
ur lent í, eftir að henni áskotnaðist rikisvald.
Hann var alla æfi hinn hugrakki kommúnisti, er
bauð byrginn andstæðingum og valdi þeirra sem
eigin flokksmönnum, ef þeir létu undan freisting-
um ríkisvaldsins. Hann þorði að takast á við
erfiðustu og viðkvæmustu vandamál heimshreyf-
ingarinnar og leysa þau í list sinni.
Því mun sósíalistískur heimur framtíðarinnar,
laus úr fjötrum ríkisvalds og rétttrúnaðar, varð-
József Lengyel
veita minninguna um József Lengyel, um mikið
skáld og hugrakkan, góðan marxista, er lagði
gjörva hönd á að plægja þann akur, sem í mcsta
órækt féll. — E. O.
Skýringar:
*) Í „Rétti“ 1969 (bls. 56—63) birtist smásaga eft-
ir Lengyel, „Kantata“, í þýðingu Þorstcins
Valdimarssonar og 1973 var sagt frá bók hans
„Confrontation“.
2) Olto Korvin og lmre Sallai voru tveir af bestu
leiðtogum ungverska verkalýðsins og Kommún-
istaflokksins í byltingunni. Otto Korvin var
myrtur af fasistum, er alþýðustjóminni var
steypt. En Imre Sallai tókst þá að sleppa lif-
andi, starfaði síðan á laun gegn fasistastjórn-
inni, en náðist og var ásamt Sandor Fiirst
dæmdur til dauða 1932 og drepinn fyrir komm-
únistíska starfsemi.
187