Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 60
í landinu og neyti fjórða hlnta allrar einka-
neysln. Bara í Bombay eru fleiri miljóna-
mæringar en í Vesrur-Þýskalandi. „I saman-
burði við auðmenn Indlands er Krupp lítill
karl,” sagði Þjóðverji, er þekkir þar til. Og
indverskir auðmenn festa fé sitt í öruggum
fyrirtækjum út um allan heim, en eru heima
fyrir Þrándur í Göm nauðsynlegrar fjárfest-
ingar. Hinsvegar er Indland svo skuldugt að
1972 varð það að greiða 28% af útflutn-
ingstekjum sínum í vexti og afborganir.
Samsvarandi er ástandið í Bangla-Desh og
af því Mudschib-úr-Rahman réð heldur ekki
við spillinguna í eigin flokki var honum
steypt og hann myrmr.
Þær 700 miljónir manna, er byggja Ind-
land og Pakistan hafa meðaltekjur sem
svara til 12 krónum til 20 króna á dag. 60
króna daglaun væri draumsjón fyrir fólkið.
Helmingur þess á enga skó.
I iðnaði Indlands er ekki einu sinni föst
vinna fyrir 5 miljónir verkamanna, 1%
þjóðarinnar.
Hungurdauði miljóna er fast fyrirbrigði.
MORÐ I CHILE
í ágúst andaðist Roseta Pallini, meðlimur
í MIR-byltingarsamtökunum í Chile, eftir
pyntingar í fangelsum fasistanna.
Juan Ibanez, sem var blaðafulltrúi Salva-
dores Allende, forsetá, var tekinn fasmr, er
hann fór út úr danska sendiráðinu og er horf-
inn síðan.
MORÐ í URUGUAY
Alvaro Balbi, 34 ára, félagi í Kommún-
istaflokknum í Umguay, var tekinn fastur, er
hann var á fundi 29. júlí. 31. júlí var lík
hans afhent fjölskyldunni, hann átti 4 börn.
Hafði hann verið píndur til dauða, báðir fæt-
ur brotnir, brunasár við kynfærin, lifrin
sprengd og allur líkaminn hulinn sámm.
Jarðarförin fór fram 2. ágúst; yfir 2000
manns fylgdu honum til grafar.
ATVINNULEYSIÐ í BANDARÍKJUNUM
í júní var tala atvinnuleysingjanna 8V2
miljón eða 9,2%, miðað við 91 miljón verk-
færra. Ef óskráðir og verkamenn, sem vinna
aðeins hluta úr degi, eru taldir með, hækk-
ar talan um eina til tvær miljónir. Tilfinn-
anlegast er atvinnuleysið hjá unga fólkinu,
— í mars var það 20% og hjá negrunum
14,2%.
Ef þjóðhagslega tjónið af þessu atvinnu-
leysi er reiknað út, þá nemur það 200.000
miljónum dollara og er þá miðað við að
hver persóna gæti framleitt í vörum eða
þjónustu andvirði 30.000 dollara.
PORTUGAL
í Portúgal heyr alþýðan harða baráttu fyrir
því að fá sjálf að ráða örlögum sínum: og
það er að ráða atvinnulífinu og fá sjálf að
njóta ávaxta erfiðis síns.
Arfurinn, sem hálfrar aldar fasistastjórn
hefur eftir skilið, er óskaplegur: Ægivald
sótsvarts afturhalds miðalda klerka yfir hug-
um ólæsrar bændaalþýðu, — vanþekking
miljóna íbúa, sem í 50 ár hafa ekkert frjálst
orð heyrt, — algert einokunarvald örfárra
fjölskyldna yfir fjármálalífi landsins —
mesta fátækt alþýðu af öllum löndum
Evrópu, — 250 þúsund atvinnuleysingjar af
þrem miljónum vinnufærra verkamanna, —
tvær miljónir verkamanna hafa orðið að
flýja land til að reyna að vinna fyrir brauði
sínu erlendis. Náttúruauðlindir landsins eru
langt frá fullnýttar. Þúsundir hektara lands
eru óræktaðir, en t.d. maísþörf landsins full-
204