Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 48

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 48
1. september 1972 gengur 50 mílna lög- sagan í gildi. Flestar þjóðir samþykkja hana í reynd. Aðeins breska og þýska útgerðarauð- valdið — undir forusm Unilever-hringsins — brjóta íslensku lögin. Ránsveldin miklu vilja ekki sleppa fimm alda ránsfeng. Og enn kippir „stóri bróðir" Nato í tjóð- urbandið. Forsætisráðherra Islands er stefnt nran í október 1973. Gleymd er fornkveðin yfirlýsing: utanstefnur viljum vér engar hafa' I Lundúnum er samið um sérréttindi fvrir breska ræningjann næstu þrjú ár. Urslita- kostir eru settir um samþykkt þeirra heima.‘) En þorskastríðið við þýska ræningjann heldur áfram. IV. bingkosningar 1974. Undanhaldsflokkarn- ir sem áður sviku í 12 mílna baráttunni og voru svo svínbeygðir til að samþykkja einnig 50 mílurnar, slá sér yfir á lýðskrumið. Nú segjast þeir standa með 200 mílum, sem vinstri stjórnin flutti frumvarp um og varð að lögum í maí 1944. A grundvelli þeirra laga setti sjávarútvegsráðherra Ihaldsins reglugerð um 200 mílur í júní 1975, er koma skyldu til framkvæmda í október 1975. Ríkisstjórnin hefur hafið viðræður um landhelgismálið við útlendinga, breta, belga og vestur-þjóðverja, enda þótt hún hafi ekki markað neina heildarstefnu í landhelgismál- inu. Ljóst er þó að forustumenn Sjálfstæðis- flokksins vilja semja við útlendinga um veið- ar — einnig innan 50 sjómílna markanna. Meirihluti framsóknar er andvígur slíkum samningi en forusta framsóknar hefur enn ekki þorað að taka afstöðu. Meirihluti landsmanna er andvígur samn- ingum um veiðar útlendinga innan 50 mílna markanna. Má þar nefna Alþýðusambandið, Farmanna og fiskimannasambandið og Sjó- mannasamband íslands til dæmis um sam- tök sem hafa kveðið upp úr með einarða afstöðu sína. 15. okt. á að færa landhelgina út í 200 sjómílur og er þar byggt á lagasetningu vinstri stjórnarinnar. 13. nóv. renna undan- þágusamningarnir við breta og fleiri þjóðir út. Vikurnar fram að þeim tíma munu ráða úrslitum um það hvort útfærslan í 200 sjó- mílur verður aðeins pappírsgagnið eitt. Rík- isstjórnin er hrædd við húsbændurnar í NATO-herstöðvunum, en hún er jafnvel enn hræddari við þjóðina. Fari svo má vera að unnt sé að bjarga landhelginni. SKÝRINGAR: x) Um viðskiptabann Nato-veldanna á Sovétríkin má lesa í bók eftir Gunnar Adler-Karlsson: „Vestblokkens okonomiske krigsforing 1947— 1967.“ Pax Forlag. Oslo. 1970. 2) Ágæt heimild um alla sögu landhelgismálsins 1958 er ritgerð Magnúsar Kjartanssonar: „Átök- in um landhelgismálið. Hvað gerðist bak við tjöldin?" Birtist hún í „Rétti" 1949 1. hefti og var sérprentuð. Er 2. útgáfa þeirrar sérprentunar enn til. — Þessi ritgerð sýnir þjóðinni hvað gerðist að tjaldabaki í lifshagsmunamálum henn- ar og hvernig erlendir valdhafar beita áhrifum sinum í sífellu á íslenska stjórnmálamenn. 3) Saga baráttunnar um breska samninginn 1961 er rifjuð upp í grein E.O. i Rétti 1972: Aldrei aftur.“ 4) Ýtarleg frásögn af átökum og samningum við Breta „á heitu sumri landhelgisbaráttunnar" er í „innlendri víðsjá" Sv.G. í Rétti 1973, bls. 201—208. 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.