Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 48
1. september 1972 gengur 50 mílna lög-
sagan í gildi. Flestar þjóðir samþykkja hana
í reynd. Aðeins breska og þýska útgerðarauð-
valdið — undir forusm Unilever-hringsins
— brjóta íslensku lögin. Ránsveldin miklu
vilja ekki sleppa fimm alda ránsfeng.
Og enn kippir „stóri bróðir" Nato í tjóð-
urbandið. Forsætisráðherra Islands er stefnt
nran í október 1973. Gleymd er fornkveðin
yfirlýsing: utanstefnur viljum vér engar hafa'
I Lundúnum er samið um sérréttindi fvrir
breska ræningjann næstu þrjú ár. Urslita-
kostir eru settir um samþykkt þeirra heima.‘)
En þorskastríðið við þýska ræningjann
heldur áfram.
IV.
bingkosningar 1974. Undanhaldsflokkarn-
ir sem áður sviku í 12 mílna baráttunni og
voru svo svínbeygðir til að samþykkja einnig
50 mílurnar, slá sér yfir á lýðskrumið. Nú
segjast þeir standa með 200 mílum, sem
vinstri stjórnin flutti frumvarp um og varð
að lögum í maí 1944. A grundvelli þeirra
laga setti sjávarútvegsráðherra Ihaldsins
reglugerð um 200 mílur í júní 1975, er
koma skyldu til framkvæmda í október 1975.
Ríkisstjórnin hefur hafið viðræður um
landhelgismálið við útlendinga, breta, belga
og vestur-þjóðverja, enda þótt hún hafi ekki
markað neina heildarstefnu í landhelgismál-
inu. Ljóst er þó að forustumenn Sjálfstæðis-
flokksins vilja semja við útlendinga um veið-
ar — einnig innan 50 sjómílna markanna.
Meirihluti framsóknar er andvígur slíkum
samningi en forusta framsóknar hefur enn
ekki þorað að taka afstöðu.
Meirihluti landsmanna er andvígur samn-
ingum um veiðar útlendinga innan 50 mílna
markanna. Má þar nefna Alþýðusambandið,
Farmanna og fiskimannasambandið og Sjó-
mannasamband íslands til dæmis um sam-
tök sem hafa kveðið upp úr með einarða
afstöðu sína.
15. okt. á að færa landhelgina út í 200
sjómílur og er þar byggt á lagasetningu
vinstri stjórnarinnar. 13. nóv. renna undan-
þágusamningarnir við breta og fleiri þjóðir
út. Vikurnar fram að þeim tíma munu ráða
úrslitum um það hvort útfærslan í 200 sjó-
mílur verður aðeins pappírsgagnið eitt. Rík-
isstjórnin er hrædd við húsbændurnar í
NATO-herstöðvunum, en hún er jafnvel enn
hræddari við þjóðina. Fari svo má vera að
unnt sé að bjarga landhelginni.
SKÝRINGAR:
x) Um viðskiptabann Nato-veldanna á Sovétríkin
má lesa í bók eftir Gunnar Adler-Karlsson:
„Vestblokkens okonomiske krigsforing 1947—
1967.“ Pax Forlag. Oslo. 1970.
2) Ágæt heimild um alla sögu landhelgismálsins
1958 er ritgerð Magnúsar Kjartanssonar: „Átök-
in um landhelgismálið. Hvað gerðist bak við
tjöldin?" Birtist hún í „Rétti" 1949 1. hefti og
var sérprentuð. Er 2. útgáfa þeirrar sérprentunar
enn til. — Þessi ritgerð sýnir þjóðinni hvað
gerðist að tjaldabaki í lifshagsmunamálum henn-
ar og hvernig erlendir valdhafar beita áhrifum
sinum í sífellu á íslenska stjórnmálamenn.
3) Saga baráttunnar um breska samninginn 1961
er rifjuð upp í grein E.O. i Rétti 1972: Aldrei
aftur.“
4) Ýtarleg frásögn af átökum og samningum við
Breta „á heitu sumri landhelgisbaráttunnar" er
í „innlendri víðsjá" Sv.G. í Rétti 1973, bls.
201—208.
192