Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 54
sem stæði á mörkunum þar sem viðbótarkostnað-
ur vegna enn einnar vörutegundar mundi jafn-
gilda markaðsverði sömu einingar. Þegar þannig
ástand ríkir í helstu iðnaðargreinum ,hefur auð-
valdið komist á einokunarstig.
Við leggjum áherslu á að spurningin um vöxt
og viðgang fyrirtækisins fær gjörbreytta þýðingu
á einokunarstiginu. Þá stefnir fyrirtækið ekki
lengur einvörðungu að lækkun kostnaðar og
aukningu vöruframleiðslunnar. Að sjálfsögðu
leitast það enn sem fyrr við að lækka kostnað-
inn, en nú krefst hámarksgróði þess að farið
sé varlega í sakirnar við aukningu vörufram-
leiðslunnar. Af þessum ástæðum getur einokunar-
fyrirtækið ekki lengur haldið áfram að vaxa í
sinni upprunalegu iðnaðargrein. Innan þessarar
iðnaðargreinar verður vöxtur þó ekki með öllu
útilokaður, hann takmarkast mjög af skilyrðum
kostnaðar og eftirspurnar. Þessi skilyrði stangast
á við vaxtargetu og -vilja fyrirtækisins, þeas.
arðsemismarkmið þess. Innri nauðung rekur því
einokunarfyrirtækið út fyrir upprunalegt svið þess
og umfang. Þessi nauðung eykst í takt við ein-
okunareinkenni fyrirtækisins og umframvirðið
sem það hefur til ráðstöfunar og vill ávaxta.
Hér höfum við þá fengið útskýringu á grund-
vallaratriðum hinna þýðingarmestu fyrirbæra
seinni auðvaldstíma: viðleitni stærri fyrirtækja
til að færa kvíarnar út í aðrar iðnaðargreinar og
til annarra landsvæða. Með öðrum orðum: við-
leitnin til að mynda fyrirtækjasamsteypu annars-
vegar og fjölþjóðafyrirtæki hinsvegar. Flest hinna
200 stærstu iðnaðarfyrirtækja Bandarikjanna —
saman ráða þau nær helmingi allrar iðnaðarfrWm-
leiðslu landsins — eru einmitt slíkar fjölþjóð-
legar samsteypur.
lón Ásgeir Sigurðsson þýddi. * (*)
SKÝRINGAR:
(*) Þrjú merk rit varðandi þetta: 1. Judd Polk
o.fl. US Produclion Abroad and the Balance
of Payments, National Industrial Conference
Board, New York 1966. Polk, sem er hag-
fræðingur og forseti Bandaríkjadeildar Inter-
national Chamber of Commerce, hefur margt
ritað um fjárfestingu erlendis. 2. Raymond
Vernon, „Multinational Enterprise and Nati-
onal Sovereignty“, Harvard Business Review,
mars-apríl 1967. Vernon er prófessor í milli-
ríkjaverslun og fjárfestingu við Harvard Busi-
ness School. Hann stjórnar einnig umfangsmik-
illi rannsókn á sama viðfangsefni og ritgerð
okkar fjallar um, hún er kostuð af Ford
Foundation. 3. Charles P. Kindleberger, „Ame-
rican Business Abroad: Six lectures on Direct
Investment", Yale University Press, New Hav-
en 1969. Kindleberger er prófessor í hagfræði
við Massachusetts Institute of Technology, og
bók hans um alþjóðlega hagfræði er eitt helsta
rit í þeim efnum við bandaríska háskóla. í
nefndri bók hans er að finna gagnlega ritaskrá
um fjölþjóðafyrirtæki.
(2) John Thackray, „Not so Multinational. After
All“, Interplay, nóvember 1968, bls. 23. (Grein
þessi er hluti af rilgerðaröð undir nafninu
„The Multinational Corporation: The Splen-
dours and Miseries of Bigness“.)
(3) Þeir aðilar innlendrar borgarastéttar, sem
deila hagsmunum með erlendum fyrirtækjum
fremur en með eigin stétt í eigin landi, eru
ekki einungis fastir starfsmenn þessara fyrir-
tækja. Aðrir sem hafa meirihluta tekna sinna
frá (og hagsmuni samtvinnaða) erlendum fyr-
irtækjum eru t.d. þjónustuaðilar, ýmiskonar
verktakar, lögfræðingar, ofl.
(,‘) Þetta þema gengur auðvitað einsog rauður
þráður gegnum allt sem marxistar hafa ritað
um auðvaldsskipan. Hvergi finnst kröftugri og
skýrari lýsing á því en í síðasta hluta fyrsta
bindis Auðmagnsins, sem heitir „Hin svo-
nefnda upprunalega upphleðsla“ (Das Kapital,
MEW I. bindi, 24. kafli). Við ráðleggjum
þeim sem ætla að lesa „Auðmagnið" að lesa
þennan kafla áður en þeir byrja á fyrsta kafl-
anum.
(5) Sjá einkum Das Kapital, I. bindi MEW 23.
kafla 4. (bls. 161—191) og kafla 24 (bls.
761—770).
(G) Úr ársskýrslu Rockwell-Standard Corporation
árið 1965. Þetta fyrirtæki hefur síðan samein-
ast North American Aviation og nefnist sú
samsteypa North American Rockwell Corpo-
ration.
198