Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 50
Við teljum rétt að fara sömu leiðina hvað
snertir „fjölþjóðafyrirtækin". Þetta heiti hefur
náð slíkri útbreiðslu að óhugsandi er að reyna
að taka það úr umferð. Að auki efast enginn um
tilveru þess, sem þetta heiti vísar til. Setjum
okkur því að eyða rangskilningi þeim sem hug-
takið „fjölþjóðafyrirtæki“ veldur, en notum það
þess í stað til að lýsa og sundurliða auðvalds-
kerfi samtíðarinnar.
II.
Við skulum nú gera okkur grein fyrir sam-
setningu og umfangi sjálfs fjölþjóðlega þáttarins.
Fyrirtækin eru fjölþjóðlcg í því tilliti, að þau
starfa í mörgum löndum með það markmið, að
ná hámarksgróða fyrir auðhringinn í heild en
ekki fyrir einstök útibú í viðkomandi löndum.
Hér á eftir verður ljóst að einmitt þetta ein-
kenni fjölþjóðafyrirtækja hefur ýms afdrifarík-
ustu áhrif þeirra í för með sér. Þetta einkenni
er eina réttlætingin fyrir notkun nafngiftarinnar
„fjölþjóðleg", því að frá öllum öðrum hliðum
séð eru þetta innanlandsfyrirtæki. Nánar tiltekið:
eignarhald og stjórnun eru bundin við eitt land,
en ekki dreift svo sem svarar umfangi fyrirtækis-
ins. Þó fyrirfinnast tvær undantekningar frá þess-
ari siðarnefndu alhæfingu: Royal Dutch og Uni-
lever, þar sem breskt og hollenskt auðvald skipta
með sér eignarhaldi og stjórnun með þvi að
starfrækja höfuðstöðvar jafnhliða í báðum lönd-
um. En þessar undantekningar eru með elstu
fjölþjóðafyrirtækjunum, og ekkert af þeim 2—300
sem stofnuð hafa verið frá lokum fyrri heims-
styrjaldarinnar hefur tekið upp slíkt rekslrarform.
Með tilkomu Efnahagsbandalagsins var búist við
tilurð fjölþjóðafyrirtækja með þessu rekstrar-
formi, en raunin varð önnur. Vissulega hafa
samruni og sameining fyrirtækja náð yfir landa-
mæri ýmissa ríkja, og mörg stórfyrirtæki í Vest-
ur-Evrópu eiga samstarf milli landa, en við
þekkjum ekkert seinni tima dæmi þess, að eign-
arhald og stjórnun skiplist i raun og veru milli
útibúa í tveim eða fleiri ríkjum.
Hér rekumst við á eina af þrautseigustu kenn-
ingum þeirra sem halda vilja uppi heiðri fjöl-
þjóðafyrirtækjanna. Slíkir kennismiðir segja sem
svo, að raunar hafi þau hingað til verið í eigu
og undir stjórn höfuðstöðva í einhverju einu
þróuðu auðvaldsríki. Hinsvegar, halda þeir á-
fram, bendir framvindan til þess, að bráðlega
verði eignarhald og stjórnun alþjóðleg. Síðan
vitna þeir til tveggja staðreynda, sem eiga að
rökstyðja kenninguna: miklar fjárfestingar, sem
skipta milljörðum (billjónum) dollara, erlendra
aðila (einkum vestur-evrópubúa) í bandarískum
hlutabréfum; fjölþjóðafyrirtækin ráða sífellt fleiri
innlenda menn til að gegna ýmsum æðri stjóm-
unarstörfum í erlendum útibúum sínum. Ef þetta
heldur áfram, segja réttlætingarmenn, munu fjöl-
þjóðafyrirtækin á skömmum tíma losna úr bönd-
um við eitt ríki, og verða heimsborgarar, að
segja má.
Ekki ætlum við að deila um sjálfar staðreynd-
irnar, þótt fjöldi þeirra sé ekki sá sem sumir
vilja vera láta. Kjarni málsins er útskýring þess-
ara staðreynda. Hvað viðvíkur hlutabréfunum,
teljum við eftirfarandi útdrátt úr grein í New
York Times 28. febrúar 1968 lærdómsríkan:
„Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna í Efna-
hagsnefndinni fyrir Evrópu segja að beint
samband sé milli fjárfestingar vesturevrópsks
auðmagns í bandarískum hlutabréfum og fjár-
festingar bandarískra auðhringa í Vestur-
Evrópu.
„Evrópumenn", segja sérfræðingarnir . . .
„kaupa hlutabréf einmitt í þeim bandarísk-
um stórfyrirtækjum, sem fjárfesta í Evrópu“.
Þetta þýðir í reynd, að vestur-evrópskt auð-
magn gengur í lið með bandarískum stjóm-
endum við fjárfestinguna í Evrópu, telja þess-
ir sérfræðingar."
Afleiðingin er sú, að þar eð vestur-evrópskir
hlutafjáreigendur hafa yfirleitt engin áhrif á
mannaskipan eða stefnu bandarískra fyrirtækja-
stjórna, þá fela evrópumenn auðmagn sitt í
hendur bandaríkjamanna sem nota það svo til að
fjárfesta í Evrópu. „Alþjóðlegt eignarhald" er
því ekkert annað cn ein þeirra aðferða sem
bandarískt auðvald notar til að ná tangarhaldi
á erlendu fjármagni.
Hvað viðvíkur ráðningu starfsmanna við úti-
bú í öðrum löndum, hefur slíkt engin áhrif á
yfirráðin, því að þau eru áfram í höndum aðal-
fyrirtækisins. Ef eitthvað færi að bera á því að
útlendingar sætu i stjórnum eða sinntu æðstu
valdastöðum í höfuðstöðvum fjölþjóðafyrirtækj-
anna, þá væri fyrst áslæða til að gera allshcrjar
194