Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 2

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 2
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Hún svarar öllum kauphækkunum verka- fólks með taumlausum verðhækkunum í stað þess að láta kauphækkanirnar knýja atvinnurekendur til stöðugra endurbóta á rekstri, betri skipulagningu o. s. frv. Þar sem útgerð og iðnaður hafa andstæða hagsmuni við dýrtíðar- braskarana, veitir hún þeim gengislækkanir til að láta þessar undirstöðu- greinar ekki stöðvast — og þannig koll af kolli. Og eins og hún sýnir verka- lýðnum hörku í viðskiptum, eins er hún ekkert nema undirlægjuhátturinn, ef erlendir auðdrottnar eiga í hlut, jafnt í landhelgisdeilu sem stóriðjumálum. Þessa ÓÐA-verðbólgu verður að stöðva. Þessa óstjórn verður að fella. Efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar verður að bjarga. Lífskjör verkalýðsins verður að stórbæta og tryggja. Það afrek verður fyrst og fremst að vera verk alþýðunnar sjálfrar. Samtök hennar og stjórnmálaflokkar hennar verða að taka höndum saman til að vinna það verk og jafnframt verður alþýðan að heita á öll ábyrg öfl í landinu hvar í flokki sem þau hafa staðið eða standa, að veita henni lið til þess að stöðva óheillaþróunina, binda enda á óstjórn- ina og leggja grundvöll að sterkri stjórn, er rétti við lífskjör alþýðu, skapi festu í efnahag og undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, en skeri niður það hrófatildur brasksins, sem hrúgað hefur verið upp og íþyngir öllu atvinnu- lífi og lífskjörum. Og það mun sýna sig sem fyrr að án raunverulegs áætlun- arbúskapar og yfirstjórnar á utanríkisverslun landsmanna verður ekki hægt að ráða bót á verðbólgu og koma viðskiptum landsins og efnahag á réttan kjöl. Það er því mikið fagnaðarefni, er öll stjórn Alþýðusambands íslands lýsir nýlega yfir því að berjast verði við orsakir verðbólgunnar, m. ö. orðum heyja pólitíska baráttu og eigi aðeins faglega, — og er forseti Alþýðusambandsins síðar fylgir þessu eftir með því að leita samstarfs við verklýðsflokkana og önnur þau stjórnmálaöfl, er styðja vilja verkalýðshreyfinguna í slíkri baráttu. o*o Réttur þakkar að þessu sinni áhugamönnum um útbreiðslu hans og velunn- urum fyrir hina miklu aukningu áskrifenda sem orðið hefur síðustu mánuði. Eru nú áskrifendur orðnir jafnmargir þeim eintakafjölda, er prentaður hefur verið. Verða því héðan af prentuð 20% fleiri eintök en hingað til. Munu útgefendur kappkosta að gera Rétt fjölbreyttari og helst stærri en verið hefur. Réttur heitir á alla áskrifendur þá, sem enn hafa ekki greitt hið lága askriftargjald fyrir yfirstandandi ár, að gera það, sem allra fyrst, því fjár- hagsgrundvöllur þessa árs er enn slæmur. Jafnframt heitir Réttur á velunnara sína að herða nú enn á með söfnun áskrifenda eftir svo ágæta skorpu, sem nú hefur verið gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.