Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 26
þarf á þeim að halda. Leiði föður míns
er á einhverjum óþekktum stað í Malm
og þar er einnig best að jarða mig. Eftir
nokkur ár er leiðið hvort eð er gleymt,
því að óhófleg dýrkun leiða finnst mér
vera óguðleg dýrkun.
Ég veit ekki hvernig ástatt er fyrir þér,
hvort þú hefur krafta til að koma hingað
og taka til. Saimi verður sennilega að
flytja þessa hluti á brott, svo það er best
að þú skrifir henni og hafir samráð við
hana um hlutina.
Einu sinni skrifaðir þú að ég ætti að
gera erfðaskrá til ágóða fyrir fatlaða, en
ég á enga þá hluti sem borgaði sig að
arfleiða neinn að. Svo eru líka til ekkjur
og munaðarlausir, sem ekki fá neina
hjálp neinsstaðar að. Þú ert hvort eð er
eini erfingi minn og getur ráðstafað því
sem eftir er að eigin vilja, þeim sem þú
álítur að með þurfi. Ég hef verið það að-
þrengd að ég hef orðið að selja ruggu-
stólinn og fleira af húsgögnum.
Jæja, ég held að ég sé búin að skrifa
niður allt það sem ég ætlaði mér, svo
að ekkert óklárt lendi á öðrum eftir brott-
för mína.
Á morgun, um þetta leyti, veit ég sem
sagt hvort til er eilíft líf, því að ég trúi
enn ekki á það. Sannur finni trúir ekki
fyrr en reynt hefur!
Bestu kveðjur til nágrannanna allra,
vina og umfram allt til allra vandamanna.
Berðu pabba bestu kveðjur og þakkir,
því hann hefur verið góður stjúpi í sann-
leika sagt. Hann hefur borið marga sorg,
og þetta á hann ekki, frekar en þið hin,
að taka nærri sér.
Líði ykkur vel!
Martta.
170