Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 18

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 18
Greta Garbo sem Anna Karenina. Dumas yngri sína kamelíufrú — þó þar væri að visu um fallinn engil að ræða. En eigi að síður komu þá fram á sjónarsviöið þau tvö hug- myndakerfi sem áttu eftir að varpa mansöngva- riddaranum, sem kom í hlaðið á hvítum hesti, úr sínum gullbrydda söðli og hrekja hina fjar- rænu, göfugu fegurðarhugsjón út úr meyjaskemm- unni. Þcssi hugmyndakerfi voru hagfræðikenn- ingar Marx og sálfræðikenning Freuds. Hin fyrri hélt því fram að hið þverklofna viðhorf gagn- vart konunni væri ekkert annað en slungin man- salsaðferð spilltra auðstétta. Hin síðari bjóst til að sanna að upphafnir draumórar kvendýrkun- arinnar væri ekkert annað en öfugsnúin sjálfs- píning sálsjúklinga. Þar með var draumurinn langi búinn. IV. Sem sagt: okkar öld, tuttugasta öldin, afkvæmi iðnbyltingarinnar, öld vísindalegra og tæknilegra stökkbreytinga, atómöldin, hefur drepið yndi tutt- ugu og sjö kynslóða — hina rómantísku ást. Nú hleður enginn framar hringum ilmandi bjartra blágrasa að höfði sinnar elskuðu. Með jafnan rétt til kosninga og kjörgengis, jafnan rétt til menntunar og vinnu, jafnan rétt til reykinga og brennivínsdrykkju, taka nú kynin ekki samdrátt sinn hátíðlega, heldur njótast án allra umsvifa. Kenningar sem Marx og Freud boðuðu hafa sí- ast inn í blóð þeirra eins og rökrétt afleiðing breyttra þjóðfélagshálta, en án þcss að innblása þau nýjum siðgildum sem gætu fært þeim andlegt jafnvægi. Vegna vfirborðsmats á eðlismun kynj- anna hafa myndast nýjar neikvæðar mótsetningar í sálarlífi þeirra mitt í öllu jákvæði jafnréttisins. Við stöndum hér einmitt frammi fyrir sameigin- legu vandamáli nútímamannsins og nútímakon- unnar — einhvcrju örlagaríkasta vandamáli hins svokallaða siðmenntaða heims, Það er tilgangs- laust að ræða menningu og frið án þess að reyna að gera sér grein fyrir þessu vandamáli. Það var auðvitað óhjákvæmileg félagsleg nauð- syn að brjóta niður kastala og meyjaskemmur rómantíkurinnar: iðnbyltingin með öllum sínum afleiðingum — gcrbreyttum atvinnuháttum og gif- urlegum fólksflutningum úr sveitum í borgir — var búin að gera hana að falsi og hjómi. Og þarna kom nú konan allt í einu ummynduð út úr skemmunni og tók sér stöðu við hlið karl- mannsins í einu og öllu. Hún beið hans ekki framar í fjarskanum, hjúpuð pelli og guðvef, heldur kom blaðskellandi til móts við hann í duggarapeysu og nankinsbuxum og með stífða lokka. Enda þótt treglega gengi að vísu mcð launajöfnuðinn tókst yfirleitt prýðilega að sam- samast í Iystisemdum borgaralegs lýðræðis. Ösku- buskan tók iðjuhöldinn upp á löpp og sjálf kóngsdóttirin krækti sér í ljósmyndara. Enginn faðir gat framar ákveðið ráðahag dótturinnar að henni forspurðri — enginn máttur megnaði leng- ur að sporna við fullum og frjálsum samskiptum kynjanna. 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.