Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 34

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 34
ljóðum, sem hreif Morris á þann veg að það knúði hann til baráttu gegn breska auðvalds- skipulaginu uns hann brenndi allar brýr að baki sér og henti sér út í baráttuna fyrir að snúa breskum verkalýð til sósíalisma? Morris skildi að tilhneiging breska auð- valdsskipulagsins var að minnka mennina, gera þá að gráðugum, lítilsigldum, þröng- sýnum smámennum, sem berðust hver við annan um að afla sér peninga sem hins æðsta hnoss í lífinu: fjöldinn til að draga fram lélegt líf, yfirstéttin til að safna auði á auð ofan. — Engels skilgreindi þá þróun, sem var að verða um þessar mundir í breska þjóðfélaginu svo eitt sinn í bréfi til Marx að ensku burgeisastéttinni væri að takast — í viðbót við að gera aðalinn borgaralegan, — að gera enska verkalýðinn borgaralegan líka. Það, sem William Morris fann í Islend- ingasögunum og Edduljóðum, var reisn mannsins; þar var á ferðinni allt annar og meiri maður en hinn borgaralegi maður Bretaveldis. Morris hefur raunar svarað spurningunni sjálfur síðar, í ritgerðinni „Art and Socialism" („list og sósíalismi”), þegar hann lýsir spilltu Rómaveldi og sem and- stæðunni við það „barbörum" ættasamfélag- anna, er herja á það og steypa því. Þá telur hann upp þessar dygðir m.a. í fari ættasam- félaganna, er Rómverjar hafi glatað: „hamr á lygi, fyrirlitningu auðæfa, óttaleysi við dauðann, trú á frægð, er fæst með þraut- seigju" o.s.frv. Af hverju höfðu menn hins forna ætta- samfélags þessa reisn til að bera — og af hverju skorti hana tilfinnanlega í borgara- legu Bretlandi 19- aldar? Maður Edduljóða og Islendingasagna er enn í mörgum atriðum hinn frjálsi maður ættasamfélagsins áður en stéttaþjóðfélagið hefur fest rætur og tekið að breyta mönn- unum, áður en ríkisvaldið verður til sem tæki yfirstéttarinnar til að kúga hinn vinn- andi mann og smækka.6* Hinn vinnandi maður Bretlands á 19- öld er „kúgaður kom- inn í heim og kaghýddur langt fram í ætt," — hefur verið beygður af bændaánauð og frumstæðu auðvaldsskipulagi öldum saman, — og verður rannverulega að gerast upp- reisnarmaður til þess að verða maður. Og William Morris hóf þá baráttu að gera breska verkamanninn að manni, vekja hann og hvetja til þeirrar uppreisnar gegn gerspilltu auðvaldsþjóðfélagi sem felst í sósíalismanum. Það er eftirtektarvert hvernig skyldleiki þessara tveggja viðhorfa, — til ættasamfé- lagsins og sósíalismans, — máttkvar hann síðar í ljóðlistinni. „The story of Sigurd the Völsung" (Sigurður Fáfnisbani) er stórfeng- legasta hetjuljóð ort í Bretlandi á síðari tím- um og framúrskarandi vel gjört. Morris orti það 1877. Og 1886 kemur „The Pilgrims of Hope" („Pílagrímar vonarinnar"), hetjukvæði hans um verklýðsbaráttuna og Parísarkomm- únuna. Og G. D. H. Cole, vísindamaðurinn og sósíalistinn breski, segir í formálanum að útgáfu sinni á úrvali rita Morris: „Eg efast um að Morris hefði getað ort The Pilgrims of Hope nema hann hefði áður ort Sigurd eða a.m.k. öðlast nýjan skilning frá hinum norrænu sögum." SNERTINGIN VIÐ ÍSLAND FORTÍÐAR OG FRAMTÍÐAR Hér skal ei rætt um „Dagbækurnar". Það var áður gert í „Rétti" sem fyrr segir. Og þær tala sínu máli best sjálfar. G. D. H. Cole, sem var háskólakennari í Oxford og einn af bestu rithöfundum síns tíma um sögu og vandamál breskrar verklýðshreyfingar, ber mikið lof á þær, en segir að það hafi orkað mest á William Morris, er hann bar saman 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.