Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 56

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 56
stærsta mál umræðunnar síðasta hluta sum- ars. Þá kom fram að Armannsfell hf., bygg- ingarfélag í Reykjavík, sem jafnan hefur notið betri þjónustu hjá borginni en öll önn- ur fyrirtæki, hafði greitt miljón í húsbygg- ingu Sjálfstæðisflokksins. Ennfremur kom fram að borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir Isleifur Gunnarsson, hefði verið lögfræðing- ur félagsins um árabil, og hluthafi í fyrir- tækinu. Var talið að umdeild lóðarúthlutun til Ármannsfells stafaði af því að fyrirtækið hefði greitt í flokkssjóði og húsbyggingar- sjóð íhaldsins. Þessi umræða varð svo mögnuð, að borg- arstjórinn sá sig tilneyddan til þess að gefa yfirlýsingu. Þar viðurkenndi hann að fyrir- tækið hefði greitt eina miljón í flokkssjóðinn á þessu ári og að hann hefði sjálfur verið hluthafi í fyrirtækinu og um skeið lögmaður þess. Hann fullyrti að sjálfsögðu að engin tengsl væru milli lóðaúthlutunarinnar til Ár- mannsfells og flokksgjafanna, en enginn lagði trúnað á þessa endemisstaðhæfingu. Með Ármannsfellsmálinu hefur spillingar- skólp íhaldsstjórnarinnar í Reykjavík komið betur fram en nokkru sinni fyrr. Eftir hálfr- ar aldar stjórn og meirihlutavöld í borginni er Sjálfstæðisflokkurinn farinn að líta á borg- ina sem einkafyrirtæki sitt og gæðinga sinna. Fullvíst má telja að slík mál sem Ármanns- fellsmálið hefðu orðið til þess að embættis- menn erlendis hefðu orðið að láta af störfum tafarlaust. Hvort svo verður á íslandi er ekki ljóst enn. DAGBLAÐ / / Astæðan til þess að Armannsfellsmálið komst á almannavitorð eru miklar flokks- deilur innan Sjálfstæðisflokksins. Þar er bar- ist upp á líf og dauða um völdin. Þessar deil- ur hafa orðið til þess að á þessu hausti hefur hafið göngu sína í Reykjavík nýtt dagblað, Dagblaðið. Blað þetta er gefið út af fyrrver- andi ritstjóra og framkvæmdastjóra Vísis, en bakhjallinn er Albert Guðmundsson, stór- kaupmaður, borgarráðsmaður og alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins og Gunnar Thor- oddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Var þeim köppum ýtt út af Vísi af meiri- hluta eigenda. „Dagblaðið" er síðdegis blað, eins og Vísir, og hefur það þegar náð tals- verðri útbreiðslu. Eru íhaldsmálgöngin þar með orðin þrjú og ekki telja kunnugir ólík- legt að Dagblaðinu takist að tryggja sér framhaldslíf. STEFNUSKRÁ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Snemma í september var stefnuskrá Al- þýðubandalagsins kynnt á almennum frétta- mannafundi í Reylcjavík. Stefnuskráin er um 100 síðna rit í smáu broti, en auk stefnu- skrárinnar eru gefin út saman í bók lög flokksins og ágrip af sögu Alþýðubandalags- ins, en það skrifaði Ragnar Arnalds formað- ur flokksins. Stefnuskráin var samþykkt á landsfundi flokksins sl. haust, en síðan fór miðstjórnin yfir nokkur atriði hennar og gekk frá henni endanlega. Vonandi verður unnt í Rétti að gera stefnuskránni nokkur skil síðar, en 14. sept- ember skrifaði Hjalti Kristgeirsson grein um stefnuskrána í Þjóðviljann. 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.