Réttur


Réttur - 01.08.1975, Page 56

Réttur - 01.08.1975, Page 56
stærsta mál umræðunnar síðasta hluta sum- ars. Þá kom fram að Armannsfell hf., bygg- ingarfélag í Reykjavík, sem jafnan hefur notið betri þjónustu hjá borginni en öll önn- ur fyrirtæki, hafði greitt miljón í húsbygg- ingu Sjálfstæðisflokksins. Ennfremur kom fram að borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir Isleifur Gunnarsson, hefði verið lögfræðing- ur félagsins um árabil, og hluthafi í fyrir- tækinu. Var talið að umdeild lóðarúthlutun til Ármannsfells stafaði af því að fyrirtækið hefði greitt í flokkssjóði og húsbyggingar- sjóð íhaldsins. Þessi umræða varð svo mögnuð, að borg- arstjórinn sá sig tilneyddan til þess að gefa yfirlýsingu. Þar viðurkenndi hann að fyrir- tækið hefði greitt eina miljón í flokkssjóðinn á þessu ári og að hann hefði sjálfur verið hluthafi í fyrirtækinu og um skeið lögmaður þess. Hann fullyrti að sjálfsögðu að engin tengsl væru milli lóðaúthlutunarinnar til Ár- mannsfells og flokksgjafanna, en enginn lagði trúnað á þessa endemisstaðhæfingu. Með Ármannsfellsmálinu hefur spillingar- skólp íhaldsstjórnarinnar í Reykjavík komið betur fram en nokkru sinni fyrr. Eftir hálfr- ar aldar stjórn og meirihlutavöld í borginni er Sjálfstæðisflokkurinn farinn að líta á borg- ina sem einkafyrirtæki sitt og gæðinga sinna. Fullvíst má telja að slík mál sem Ármanns- fellsmálið hefðu orðið til þess að embættis- menn erlendis hefðu orðið að láta af störfum tafarlaust. Hvort svo verður á íslandi er ekki ljóst enn. DAGBLAÐ / / Astæðan til þess að Armannsfellsmálið komst á almannavitorð eru miklar flokks- deilur innan Sjálfstæðisflokksins. Þar er bar- ist upp á líf og dauða um völdin. Þessar deil- ur hafa orðið til þess að á þessu hausti hefur hafið göngu sína í Reykjavík nýtt dagblað, Dagblaðið. Blað þetta er gefið út af fyrrver- andi ritstjóra og framkvæmdastjóra Vísis, en bakhjallinn er Albert Guðmundsson, stór- kaupmaður, borgarráðsmaður og alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins og Gunnar Thor- oddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Var þeim köppum ýtt út af Vísi af meiri- hluta eigenda. „Dagblaðið" er síðdegis blað, eins og Vísir, og hefur það þegar náð tals- verðri útbreiðslu. Eru íhaldsmálgöngin þar með orðin þrjú og ekki telja kunnugir ólík- legt að Dagblaðinu takist að tryggja sér framhaldslíf. STEFNUSKRÁ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Snemma í september var stefnuskrá Al- þýðubandalagsins kynnt á almennum frétta- mannafundi í Reylcjavík. Stefnuskráin er um 100 síðna rit í smáu broti, en auk stefnu- skrárinnar eru gefin út saman í bók lög flokksins og ágrip af sögu Alþýðubandalags- ins, en það skrifaði Ragnar Arnalds formað- ur flokksins. Stefnuskráin var samþykkt á landsfundi flokksins sl. haust, en síðan fór miðstjórnin yfir nokkur atriði hennar og gekk frá henni endanlega. Vonandi verður unnt í Rétti að gera stefnuskránni nokkur skil síðar, en 14. sept- ember skrifaði Hjalti Kristgeirsson grein um stefnuskrána í Þjóðviljann. 200

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.