Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 62
Fiskimenn í Portúgal eru fátækir, framleiðslutækin frumstæð.
óræktaðs. Var þessu landi úthlutað til bænda,
landbúnaðarverkamanna og samvinnufélaga
þeirra, en nokkuð gert að ríkisbúum. — I
norðurhlutanum er enn ekkert gert í þessa
átt. Þar eru bændur enn mjög undir áhrifum
hálffasistiskra klerka.
Auðmenn bæði Portúgals og annara landa
reyna að spilla efnahagslífi landsins eftir
mætti, flytja fjármagn úr landi, lama at-
vinnulíf með stöðvun fyrirtækja og uppsögn-
um starfsfólks, og öðrum skemmdarverkum.
Verkamenn reyna í vaxandi mæli sjálfir
að hafa áhrif á stjórn fyrirtækjanna og þjóð-
arbúsins. Verðbólgan hefur minkað, er 18%
miðað við mars 1974 — mars 1975. Komm-
únistaflokkurinn hefur forustuna um alla
þessa baráttu verkamanna. Hann hefur stjórn
alþýðusambandsins Intersindical á hendi, en
í því eru 237 verklýðsfélög með 2 miljónum
meðlima. Tekur flokkurinn mjög ábyrga af-
stöðu í þeim efnahagserfiðleikum, sem bylt-
ingin á við að etja. Formaður flokksins, A.
Cunhal, sagði í ræðu, sem vitnað var í hjá
blaðinu „Le Monde” 29. maí í vor: „Kröfur
um hærri laun, sem efnahagur þjóðarinnar
ekki þolir, og um 35 stunda vinnuviku, geta
máske aflað einhverjum atkvæða, en ef mið-
að er við efnahagsástandið þá er þetta lýð-
skrum, er getur leitt til falls."
Lágmarkslaun verkamanna voru eftir bylt-
206