Réttur


Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 23

Réttur - 01.08.1975, Blaðsíða 23
ingarsókn inn á við. Ég held að aldrei hafi mannkyninu riðið meira en nú á varðveislu græðandi frumafla menningararfsins, á hégóma- lausri, hljóðlátri nýsköpun siðgæðisverðmæta, á þeirri fómandi lífsvörn sem hamlar óbeint gegn orsökum og afleiðingum styrjalda — sem sagt á öllu því sem herrum gerfimennsku og vald- beitingar hefur alla tíð fundist svo lágt og svo smátt. Meðan manskáldin lofsungu ástmeyna sem fjarlæga hugsjón var hin lítilsvirta eiginkona sá nálægi veruleiki scm gaf kynslóðunum næringu og skjól. Hin frjálsa nútímakona kýs ekki að vera nein hugsjón sjálf, heldur vill bcrjast fyrir hugsjónum við hlið karlmannsins sem sjálfstæður persónuleiki. Þetta er í sjálfu sór fagnaðarefni. En hvert stcfnir sú hugsjónabarátta? Hefur hún ekki snúist æ meir upp í tæknivædda og her- vædda hagsmunabaráttu? Og hefur þá konan reynt að sporna við þeirri þróun sem skyldi? Hefur hún reynt að blása lífsanda kveneðlis síns í þessa sameiginlegu baráttu kynjanna? Hefur hún reynt að tengja móðureðli sitt, hinn nálæga veruleika miskunnsemi og fórnar, þeim auknu tækifærum sem réttindin hafa gefið henni? í einu leikrita sinna lætur fomgríska skáldið Aristófanes eiginkonurnar knýja eiginmenn sína til friðarsamninga með því að neita þeim um blíðu sína ella. Ekki veit ég hvort konur atóm- aldarinnar eru reiðubúnar til að beita slíku ráði. Hitt veit ég, að þær hafa betri skilyrði til þcss en nokkru sinni áður að gæða þroskaleit manns- ins nýrri, voldugri hugsjón sem sótt væri í sjálfa frumlind kveneðlisins — hinni tímabærustu allra hugsjóna: að varðveita manninn fyrir sjálf- um sér. Ef konan vill bæta fyrir hin sorglegu mistök karlmannsins i veraldarsögunni og leggja grund- völl að sannri friðarmenningu í tákni andlegra verðmæta þarf hún vel að gæta þess að hlut- verkaskipting við karlmanninn virðist ekki væn- legust til sigurs í þvi máli. Ég sé ekki að heim- urinn myndi breytast neitt verulega til batnaðar þó karlmaðurinn færi að leggja nteiri stund á hannyrðir eða liggja til dærnis hálfan mánuð á sæng, en konan tæki hinsvegar að stjórna hern- aðarbandalögum og fást við kjarnorkusprenging- ar. Hún verður að skilja að í gegnum uppeldi barna sinna getur hún náð mcstum árangri. Þau eru sjálf framtíðin. Ekkert samfélagskerfi er svo fullkomið að það geti gert hugsjónir sínar að vcruleika cf móðirin gefur því ekki heilsteypta einstaklinga, agaða í hugsjón og ást. Góð móðir verður ævinlega sá sjálfkjörni smiður persónu- leikans sem öll menning, allur friður veltur á. Vanræki hún jákvæðustu þætti kveneðlis síns mun hið riddaralega manskáld breytast í valdgírugan vélrisa sem treður lífið á þessari jörð niður í svaðið undir fótum sér. Og ég held að þá fyrst geti skapast það and- lega jafnvægi milli kynjanna sem heimurinn þarf svo mikið á að halda, þegar þau tvö uppi á fjallinu hætta að metast á um eðlisfar sitt og konan bendir karlinum sinum út yfir öll ríkin og dýrðina, svo mælandi: Þessi ríki og þessa dýrð læt ég þig ekki eyðilcggja fyrir börnunum okkar. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.